Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 31. júlí 2022 21:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Ísland sé eftirá í taktík
Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki sínu gegn Frakklandi
Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki sínu gegn Frakklandi
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Frábæru Evrópumóti kvenna á Englandi lauk í kvöld með sigri heimakvenna á Þýskalandi í úrslitaleiknum.

Ísland komst ekki upp úr riðlinum en þær gerðu jafntefli í öllum sínum leikjum. Það voru miklar vonir í þjóðfélaginu um að liðið myndi komast upp úr riðlinum.

Í umfjölluninni á Rúv eftir úrslitaleikinn var mikið talað um hversu jöfn keppnin í kvennaboltanum er orðin. Þetta snúist nú bara mikið um taktíska þekkingu liðanna.

Adda Baldursdóttir hefur verið spekingur á Rúv á mótinu. Hún telur að Ísland sé eftirá þegar kemur að taktík.

„Mér fannst við aðeins eftirá í því að stjórna leikjum. Það sem er jákvætt er að við höfum gefið í líkamlega en við höfum aðeins gefið eftir í taktískt legum skilningi. Á þessu móti hefði ég viljað sjá okkur vera nær Ítölum og Belgum í því hvernig við leggjum upp leiki, eitthvað sem við getum klárlega bætt,"

„Við erum með mikið af ungum og góðum leikmönnum, góða blöndu, spurning hverjar ætla að leggja skóna á hilluna, ekki að ég sé að biðja Sif um það," sagði Adda og leit á Sif Atladóttur landsliðskonu sem var í settinu.

„Þetta er að vaxa, þetta er stærsta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég held að HM verði stórt á næsta ári og mig langar að fara þangað," sagði Sif.


Athugasemdir
banner
banner