Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   mið 31. ágúst 2022 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís: Steini fékk nóg af okkur í gær og lét okkur hlaupa
Icelandair
Glódís á æfingunni í gær.
Glódís á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er klárlega skyldusigur'
'Þetta er klárlega skyldusigur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís er einn besti miðvörður í heimi.
Glódís er einn besti miðvörður í heimi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma í þennan hóp. Þetta var stutt frí," segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Liðið kom aftur saman í vikunni í fyrsta sinn eftir að Evrópumótinu í Englandi lauk.

Framundan eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni HM þar sem liðið er í góðum möguleika á því að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

„Já, ég myndi segja að þetta voru svolítil vonbrigði. Mér fannst við vera með lið og hóp til þess að fara lengra. Við vorum grátlega nálægt því. Þetta voru mikil vonbrigði en samt margt jákvætt í þessu móti sem við munum taka með inn í þessa leiki og áframhaldið líka," segir Glódís.

Liðið kom saman fyrr í þessari viku og æfði í Miðgarði í Garðabæ í gær. Ljósmyndarar sem voru að mynda byrjun æfingarinnar tóku eftir miklum látum.

„Við erum með mikið keppnisskap allar. Þegar við förum í keppnir þá verður mikið tuð; öllum finnst þeim hafa rétt fyrir sér og allir vilja vera dómarar. Steini fékk nóg af okkur í gær og lét okkur aðeins hlaupa. Við verðum að geta tekið því ef við ætlum að tuða svona mikið."

Fyrirliði hjá Bayern
Glódís er á leið inn í sitt annað tímabil með þýska stórveldinu Bayern München. Hvernig líst henni á tímabilið sem er framundan?

„Mér líst mjög vel á þetta. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur. Það er mikið nýtt sem mér líst mjög vel. Það er smá endurstilling og nýjar áherslur sem ég er mjög ánægð með. Það mun örugglega taka smá tíma að koma okkur inn í þann takt."

Glódís, sem er einn öflugasti miðvörður í heimi, var með fyrirliðabandið í æfingaleik á dögunum.

„Það var ótrúlega gaman að fá að vera með bandið í þessum leik. Þetta er stórt félag og gaman. Ég er í fyrirliðahóp með tveimur öðrum. Þetta er leiðtogahópur, þjálfarinn vill hafa það þannig og það er mjög gaman."

Bayern hafnaði í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Glódís er vongóð um að Bayern geti náð Wolfsburg, en það muni taka tíma fyrir liðið að venjast nýjum áherslum.

Verkefnið sem er framundan
Ísland er í góðum möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. Fyrst þurfum við að byrja á því að vinna Hvíta-Rússland á föstudag.

„Þetta er klárlega skyldusigur. Við eigum að vera með betra lið, en þær eru samt sem áður með fínt lið. Þegar við spiluðum við þær úti þá lendum við í smá veseni fyrstu 20 mínúturnar. Svo náum við að skora og þá brotnar eldurinn í þeim. Þær vinna Tékka í sumar og eru með fínasta lið. Við þurfum að mæta 100 prósent á föstudaginn og spila okkar besta leik, bæði til að vinna þann leik og fara með flotta tilfinningu áfram."

Þetta er eini heimaleikur ársins hjá kvennalandsliðinu. „Við sáum á EM hvað við vorum með flottan stuðning þar. Við erum gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning og það skilaði sér klárlega inn á völlinn. Við vonum klárlega að fólk komi og verði með okkur í þessu. Ef við endum á að fara á HM, þá er það gríðarlega stórt fyrir okkur og fyrir Ísland," segir Glódís.

„Ég væri til í að spila fyrir framan fullan leikvang, það er algjör heiður að gera það. Þessar stelpur og þessi hópur á það skilið að fá að spila á heimvelli fyrir framan fullan völl."

Um að æfa í rigningunni í dag sagði Glódís: „Þetta er bara fínt, ég þarf að spila inn stáltakkana mína fyrir föstudaginn."

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner