Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mið 31. ágúst 2022 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís: Steini fékk nóg af okkur í gær og lét okkur hlaupa
Icelandair
Glódís á æfingunni í gær.
Glódís á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er klárlega skyldusigur'
'Þetta er klárlega skyldusigur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís er einn besti miðvörður í heimi.
Glódís er einn besti miðvörður í heimi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma í þennan hóp. Þetta var stutt frí," segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Liðið kom aftur saman í vikunni í fyrsta sinn eftir að Evrópumótinu í Englandi lauk.

Framundan eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni HM þar sem liðið er í góðum möguleika á því að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

„Já, ég myndi segja að þetta voru svolítil vonbrigði. Mér fannst við vera með lið og hóp til þess að fara lengra. Við vorum grátlega nálægt því. Þetta voru mikil vonbrigði en samt margt jákvætt í þessu móti sem við munum taka með inn í þessa leiki og áframhaldið líka," segir Glódís.

Liðið kom saman fyrr í þessari viku og æfði í Miðgarði í Garðabæ í gær. Ljósmyndarar sem voru að mynda byrjun æfingarinnar tóku eftir miklum látum.

„Við erum með mikið keppnisskap allar. Þegar við förum í keppnir þá verður mikið tuð; öllum finnst þeim hafa rétt fyrir sér og allir vilja vera dómarar. Steini fékk nóg af okkur í gær og lét okkur aðeins hlaupa. Við verðum að geta tekið því ef við ætlum að tuða svona mikið."

Fyrirliði hjá Bayern
Glódís er á leið inn í sitt annað tímabil með þýska stórveldinu Bayern München. Hvernig líst henni á tímabilið sem er framundan?

„Mér líst mjög vel á þetta. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur. Það er mikið nýtt sem mér líst mjög vel. Það er smá endurstilling og nýjar áherslur sem ég er mjög ánægð með. Það mun örugglega taka smá tíma að koma okkur inn í þann takt."

Glódís, sem er einn öflugasti miðvörður í heimi, var með fyrirliðabandið í æfingaleik á dögunum.

„Það var ótrúlega gaman að fá að vera með bandið í þessum leik. Þetta er stórt félag og gaman. Ég er í fyrirliðahóp með tveimur öðrum. Þetta er leiðtogahópur, þjálfarinn vill hafa það þannig og það er mjög gaman."

Bayern hafnaði í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Glódís er vongóð um að Bayern geti náð Wolfsburg, en það muni taka tíma fyrir liðið að venjast nýjum áherslum.

Verkefnið sem er framundan
Ísland er í góðum möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. Fyrst þurfum við að byrja á því að vinna Hvíta-Rússland á föstudag.

„Þetta er klárlega skyldusigur. Við eigum að vera með betra lið, en þær eru samt sem áður með fínt lið. Þegar við spiluðum við þær úti þá lendum við í smá veseni fyrstu 20 mínúturnar. Svo náum við að skora og þá brotnar eldurinn í þeim. Þær vinna Tékka í sumar og eru með fínasta lið. Við þurfum að mæta 100 prósent á föstudaginn og spila okkar besta leik, bæði til að vinna þann leik og fara með flotta tilfinningu áfram."

Þetta er eini heimaleikur ársins hjá kvennalandsliðinu. „Við sáum á EM hvað við vorum með flottan stuðning þar. Við erum gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning og það skilaði sér klárlega inn á völlinn. Við vonum klárlega að fólk komi og verði með okkur í þessu. Ef við endum á að fara á HM, þá er það gríðarlega stórt fyrir okkur og fyrir Ísland," segir Glódís.

„Ég væri til í að spila fyrir framan fullan leikvang, það er algjör heiður að gera það. Þessar stelpur og þessi hópur á það skilið að fá að spila á heimvelli fyrir framan fullan völl."

Um að æfa í rigningunni í dag sagði Glódís: „Þetta er bara fínt, ég þarf að spila inn stáltakkana mína fyrir föstudaginn."

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner
banner