Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 31. ágúst 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sandra Sig: Það var geggjað, hann er frábær tónlistamaður
Icelandair
Létt yfir Söndru á landsliðsæfingu í morgun.
Létt yfir Söndru á landsliðsæfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur varð bikarmeistari á laugardag.
Valur varð bikarmeistari á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta landsliðsverkefni leggst ljómandi vel í mig, ótrúlega spennt og það er mikið í húfi," sagði landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir fyrir æfingu liðsins í dag.

Framundan eru tveir leikir hjá liðinu í undankeppni HM. Á föstudag mætir liðið Hvíta-Rússlandi á heimavelli og næsta þriðjudag er svo leikur gegn Hollandi. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi er fyrsti heimaleikurinn á árinu.

„Ég set bæði kröfu, von og væntingar að það verði bara stappað af fólki að styðja við okkur."

Sandra viðurkennir að það hafi tekið smá tíma fyrir sálina að jafna sig eftir EM. Hún fékk þó ekki mikinn tíma frá vellinum því Valur lék í Bestu deildinni skömmu eftir EM.

„Maður varð bara að svissa yfir. En ég viðurkenni alveg að sálin tók smá tíma, maður var svekktur í heillangan tíma út af því maður ætlaði sér auðvitað meira. En svo er það bara áfram gakk og maður nýtir það vonandi í þetta verkefni."

Sandra segir að Hvíta-Rússland sé vaxandi lið. „Þetta er krefjandi verkefni, við þurfum að vera innstilltar á okkar besta leik, tækla þetta verkefni af virðingu og miklum krafti."

Sandra varð bikarmeistari með Val á laugardag. Hvernig var fagnað?

„Ég sjálf fór á tónleika, gat ekki sleppt því. Það var matur og aðeins húllumhæ í Fjósinu og haft gaman."

Sandra fór á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu á laugardagskvöldið og skemmti sér vel. „Það var geggjað, hann er frábær tónlistamaður."

Viðtalið við Söndru, sem sjá má í heild sinni í spilaranum að ofan, spurð út í markverðina sem eru með henni í landsliðshópnum.
Athugasemdir
banner