Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 31. ágúst 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sandra Sig: Það var geggjað, hann er frábær tónlistamaður
Icelandair
Létt yfir Söndru á landsliðsæfingu í morgun.
Létt yfir Söndru á landsliðsæfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur varð bikarmeistari á laugardag.
Valur varð bikarmeistari á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta landsliðsverkefni leggst ljómandi vel í mig, ótrúlega spennt og það er mikið í húfi," sagði landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir fyrir æfingu liðsins í dag.

Framundan eru tveir leikir hjá liðinu í undankeppni HM. Á föstudag mætir liðið Hvíta-Rússlandi á heimavelli og næsta þriðjudag er svo leikur gegn Hollandi. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi er fyrsti heimaleikurinn á árinu.

„Ég set bæði kröfu, von og væntingar að það verði bara stappað af fólki að styðja við okkur."

Sandra viðurkennir að það hafi tekið smá tíma fyrir sálina að jafna sig eftir EM. Hún fékk þó ekki mikinn tíma frá vellinum því Valur lék í Bestu deildinni skömmu eftir EM.

„Maður varð bara að svissa yfir. En ég viðurkenni alveg að sálin tók smá tíma, maður var svekktur í heillangan tíma út af því maður ætlaði sér auðvitað meira. En svo er það bara áfram gakk og maður nýtir það vonandi í þetta verkefni."

Sandra segir að Hvíta-Rússland sé vaxandi lið. „Þetta er krefjandi verkefni, við þurfum að vera innstilltar á okkar besta leik, tækla þetta verkefni af virðingu og miklum krafti."

Sandra varð bikarmeistari með Val á laugardag. Hvernig var fagnað?

„Ég sjálf fór á tónleika, gat ekki sleppt því. Það var matur og aðeins húllumhæ í Fjósinu og haft gaman."

Sandra fór á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu á laugardagskvöldið og skemmti sér vel. „Það var geggjað, hann er frábær tónlistamaður."

Viðtalið við Söndru, sem sjá má í heild sinni í spilaranum að ofan, spurð út í markverðina sem eru með henni í landsliðshópnum.
Athugasemdir