Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 31. ágúst 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sandra Sig: Það var geggjað, hann er frábær tónlistamaður
Icelandair
Létt yfir Söndru á landsliðsæfingu í morgun.
Létt yfir Söndru á landsliðsæfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur varð bikarmeistari á laugardag.
Valur varð bikarmeistari á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta landsliðsverkefni leggst ljómandi vel í mig, ótrúlega spennt og það er mikið í húfi," sagði landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir fyrir æfingu liðsins í dag.

Framundan eru tveir leikir hjá liðinu í undankeppni HM. Á föstudag mætir liðið Hvíta-Rússlandi á heimavelli og næsta þriðjudag er svo leikur gegn Hollandi. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi er fyrsti heimaleikurinn á árinu.

„Ég set bæði kröfu, von og væntingar að það verði bara stappað af fólki að styðja við okkur."

Sandra viðurkennir að það hafi tekið smá tíma fyrir sálina að jafna sig eftir EM. Hún fékk þó ekki mikinn tíma frá vellinum því Valur lék í Bestu deildinni skömmu eftir EM.

„Maður varð bara að svissa yfir. En ég viðurkenni alveg að sálin tók smá tíma, maður var svekktur í heillangan tíma út af því maður ætlaði sér auðvitað meira. En svo er það bara áfram gakk og maður nýtir það vonandi í þetta verkefni."

Sandra segir að Hvíta-Rússland sé vaxandi lið. „Þetta er krefjandi verkefni, við þurfum að vera innstilltar á okkar besta leik, tækla þetta verkefni af virðingu og miklum krafti."

Sandra varð bikarmeistari með Val á laugardag. Hvernig var fagnað?

„Ég sjálf fór á tónleika, gat ekki sleppt því. Það var matur og aðeins húllumhæ í Fjósinu og haft gaman."

Sandra fór á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu á laugardagskvöldið og skemmti sér vel. „Það var geggjað, hann er frábær tónlistamaður."

Viðtalið við Söndru, sem sjá má í heild sinni í spilaranum að ofan, spurð út í markverðina sem eru með henni í landsliðshópnum.
Athugasemdir
banner