Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth fær bakvörð frá AC Milan
Mynd: EPA
Mynd: EPA
AFC Bournemouth er að landa bakverðinum Álex Jiménez á lánssamningi frá AC Milan með kaupmöguleika.

Jiménez er tvítugur Spánverji sem spilaði 22 leiki í Serie A á síðustu leiktíð. Milan keypti hann úr röðum Real Madrid í fyrra fyrir rúmlega 5 milljónir evra en spænska stórveldið hélt bæði endursölu- og endurkaupsákvæði í samningi leikmannsins.

Jiménez er 20 ára gamall og leikur sem hægri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað vinstra megin eða úti á kanti. Hann á 14 leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar.

Ítalskir fjölmiðlar telja að Bournemouth geti keypt bakvörðinn fyrir um 25 milljónir evra, en þeir eru ósammála um hvort kaupskyldu eða kaupmöguleika sé að ræða. Real Madrid fylgist með.

Fabrizio Romano segir „here we go!". Jiménez verður sjötti leikmaðurinn sem Bournemouth fær í sumar eftir Bafodé Diakité, Amine Adli, Ben Doak, Djordje Petrovic og Adrien Truffert.

Milan hefur ákveðið að notast við leikkerfi með þriggja manna varnarlínu og gæti verið í leit að nýjum vængbakverði hægra megin til að berjast við Zachary Athekame um byrjunarliðssæti.

Yunus Musah byrjaði í vængbakverðinum í sigri gegn Lecce í gær en hann er líklega á leið til Atalanta.
Athugasemdir
banner