Bjarni Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum KA á nýliðnu tímabili, æfir þessa dagana með danska félaginu B93.
Kærasta bjarna er í meistaranámi í Kaupmannahöfn og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er möguleiki á því að hann semji í Danmörku í vetrarglugganum.
Kærasta bjarna er í meistaranámi í Kaupmannahöfn og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er möguleiki á því að hann semji í Danmörku í vetrarglugganum.
Samningur miðjumannsins við KA rennur út í dag og hefur ekkert heyrst af viðræðum um nýjan samning.
Bjarni er 25 ára, kom við sögu í 25 deildarleikjum í sumar og skoraði þrjú mörk. Hann skoraði þá þrjú mörk í fjórum bikarleikjum og átti mjög góðan úrslitaleik þegar KA varð í fyrsta sinn í sögunni bikarmeistari í september.
B93 er í dönsku B-deildinni, er þar í 9. sæti eftir fjórtán umferðir, sjö stigum frá fallsæti og þremur stigum frá sæti í efri hlutanum en deildin tvískiptist eftir 22 umferðir.
Athugasemdir