Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 04. ágúst 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 11. sæti
Watford
Capoue og Doucoure, tveir frábærir miðjumenn.
Capoue og Doucoure, tveir frábærir miðjumenn.
Mynd: Getty Images
Javi Gracia.
Javi Gracia.
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, fyrirliði Watford.
Troy Deeney, fyrirliði Watford.
Mynd: Getty Images
Deeney heldur hér á Gerard Deulofeu. Tveir markahæstu leikmenn síðustu leiktíðar hjá Watford.
Deeney heldur hér á Gerard Deulofeu. Tveir markahæstu leikmenn síðustu leiktíðar hjá Watford.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin fer af stað eftir aðeins fimm daga! Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 11. sæti er Watford.

Um liðið: Watford virðist vera búið að festa sig í sessi eftir að hafa komist upp 2015. Undir stjórn Javi Gracia á síðustu leiktíð náði liðið sínum besta árangri í efstu deild frá því liðið komst upp, 11. sæti. Ásamt því komst Watford í bikarúrslit. Stefnan er sett á að gera enn betur með þann sterka kjarna sem hefur verið myndaður.

Staða á síðasta tímabili: 11. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórinn: Spánverjinn Javi Gracia stýrir Watford. Félagið hefur skipt mikið um stjóra á síðustu árum en Gracia virðist vera kominn til að vera. Hann skrifaði í nóvember síðastliðnum undir samning sem gæti mögulega endað 2026. Hann gerði frábærlega á síðasta tímabili þrátt fyrir að Watford hefði misst Richarlison um sumarið. Það verður spennandi að sjá hverju hann nær út úr liðinu núna.

Styrkleikar: Miðjan er gríðarlega sterk hjá Watford. Frakkarnir Etienne Capoue og Abdoulaye Doucoure mynda þessa miðju sem erfitt verður að komast fram hjá. Þeir þurfa báðir tveir að eiga gott tímabil. Watford virðist líka vera búið að finna sinn þjálfara sem er gott og blessað.

Veikleikar: Varnarleikurinn var ákveðið basl hjá Watford á síðasta tímabili og hann mætti nú alveg vera sterkari á komandi tímabili, sérstaklega ef liðið ætlar sér í Evrópubaráttu. Craig Dawson var keyptur í sumar til þess að styrkja vörnina. Er það nóg?

Talan: 34. Gerard Deulofeu var 34 sinnum rangstæður í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Næstur var Andre Gray. Hann var 15 sinnum rangstæður. Passa þetta Deulofeu!

Lykilmaður: Abdoulaye Doucoure
Frakkinn öflugi er lykilmaður Watford. Miðjumaður sem getur gert nánast allt sem miðjumaður þarf að gera. Gæti hæglega spilað í stórliði í ensku úrvalsdeildinni, en Watford fagnar því að hafa hann í sínum röðum.

Fylgstu með: Domingos Quina (Ismaila Sarr)
Watford er væntanlega að bæta félagsmet með kaupum á Ismaila Sarr þá er vert að fylgjast með þeim kantmanni. Annars er Domingos Quina efnilegur strákur sem stóð sig vel þegar hann fékk tækifæri á síðustu leiktíð.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Javi Gracia gerði ljómandi góða hluti með Watford í fyrra; ellefta sæti og bikarúrslit og nokkrir spennandi leikmenn. Liðið missti aðeins flugið undir lok tímabils en vonandi er það ekki merki um það sem koma skal í vetur. Gracia virðist ekki hafa gert nóg til að fá eigendur liðsins til að fjárfesta almennilega og gera enn betur en oft þegar lið eins og Watford nær svona árangri og eigendur halda að sér höndum og passa veskið getur farið illa árið eftir.“

Undirbúningstímabilið:
Ajax 2 - 1 Watford
Bayer Leverkusen 1 - 2 Watford
QPR 0 - 1 Watford
Watford 2 - 1 Real Sociedad

Komnir:
Craig Dawson frá West Brom - 5,5 milljónir punda
Tom Dele-Bashiru frá Manchester City - Á frjálsri sölu

Farnir:
Ben Wilmot til Swansea - Á láni
Tommie Hoban - Samningslaus
Miguel Britos - Samningslaus
Jerome Sinclair til VVV-Venlo - Á láni
Marc Navarro til Leganes - Á láni
Obbi Oulare til Standar Liege - Kaupverð ekki gefið upp

Þrír fyrstu leikir: Brighton (H), Everton (Ú), West Ham (H)

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Watford, 75 stig
12. Bournemouth, 66 stig
13. Aston Villa, 65 stig
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner