Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. mars 2012 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fótboltinn í allri sinni fegurð
Stuðningur, virðing og samheldni
Brynjar Ingi Erluson
Brynjar Ingi Erluson
Cristiano Ronaldo í bol sínum til stuðnings Muamba
Cristiano Ronaldo í bol sínum til stuðnings Muamba
Mynd: Getty Images
Gary Cahill fagnar marki sínu á viðeigandi hátt
Gary Cahill fagnar marki sínu á viðeigandi hátt
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Athletic Bilbao fagna marki Wayne Rooney
Stuðningsmenn Athletic Bilbao fagna marki Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Okkar ástkæri fótbolti er fyrirferðamikill í fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hefur jákvæð umfjöllun þó verið af skornum skammti og því var tími til kominn að íþróttin næði að sýna sitt rétta andlit, jú eins og við þekkjum hana.

Það hefur mikið átt sér stað á þessu tímabili í Evrópuboltanum sem fer senn að klárast. Carlos Tevez neitaði að koma við sögu er Roberto Mancini þurfti á þjónustu hans að halda gegn Bayern í Meistaradeildinni í september.

Það þekkja nú allir þá sögu út í gegn og hvernig það þróaðist þar sem sá argentínski setti svartan blett á fótboltaferil sinn.

Nóg hefur verið rætt og ritað um ásakanir á hendur Luis Suarez fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra á Anfield í október, eitt mesta fíaskó seinni ára í boltanum. Ekki var hægt að ræða við neinn um fótbolta í fjóra mánuði án þess að umræða um það mál yrði tekin upp.

John Terry fylgdi fordæmi Suarez og náðust upptökur af honum vera með kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand hjá QPR, því máli er þó ekki lokið enn.

Terry var á endanum sviptur fyrirliðabandi enska landsliðsins og Fabio Capello sagði af sér þar sem tekið var fram fyrir hendur hans. Sá ítalski lét ekki vaða yfir sig á skítugum skónum og lét þetta gott heita.

Endalaus rígur Barcelona og Real Madrid hefur ekki verið sérstaklega fagur og hefur hinn portúgalski Pepe hjá Madrídingum verið sérstaklega óvinsæll. Sergio Busquets fer fremstur í flokki í þeim efnum hjá Börsungum. Hann toppar þó ekki Pepe enda greinilegur skortur á skrúfum þar.

Klappað fyrir andstæðingunum
Á síðustu vikum hefur hinsvegar birt til, ég hef séð fótboltann í allri sinni fegurð eins og við öll ættum að sjá hann. Manchester United heimsótti Athletic Bilbao í Baskahéraði þar sem stuðningsmenn Bilbao stóðu sig ekki síður vel en liðið.

Þegar velska reynsluboltanum Ryan Giggs var skipt af velli stóðu þeir upp og klöppuðu vel og innilega. Þá fögnuðu þeir einnig þegar Wayne Rooney skoraði og fögnuðu Rafael Da Silva er hann kom aftur inn á völlinn eftir að hafa fengið aðhlynningu á hliðarlínunni.

Svipað gerðist í leik Liverpool og Arsenal þegar Mikael Arteta var borinn af velli, þá klöppuðu stuðningsmenn Liverpool fyrir honum.

Hversu falleg var endurkoma Thierry Henry til Arsenal? Maðurinn mætti í fyrsta leik gegn Leeds og skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn á sem varamaður stuttu áður. Ég get svarið það að ég fékk meiri hroll þá en þegar Liverpool vann Meistaradeildina árið 2005. Þetta var skrifað í skýin. Ég held að hver einasti stuðningsmaður fótboltans hafi staðið upp og fagnað með Henry, eða í það minnsta fengið smá hroll.

Pray 4 Muamba
Yfir í annað... um síðustu helgi gerðist hreint út sagt ömurlegt atvik er Fabrice Muamba hjá Bolton hneig niður í jörðina gegn Tottenham eftir að hafa fengið hjartastopp. Samheldnin í fótboltaheiminum hefur verið gríðarleg. Það voru allir óttaslegnir og leikmenn beggja liða vissu ekki hvernig þeir áttu að haga sér.

Enski framherjinn Jermain Defoe var í tárum eftir atvikið sem og fleiri leikmenn. Stuðningsmaður Tottenham hljóp inn á völlinn til þess að aðstoða en sá starfar sem læknir hjá London Chest spítalanum þar sem Muamba dvelur þessa stundina. Sá maður fór fram á að Muamba færi á það sjúkrahús þar sem er starfrækt sérstök hjartadeild.

Stuðningsmenn bæði Bolton og Tottenham héldu ró sinni og var dauðaþögn á White Hart Lane áður en stuðningsmenn byrjuðu að syngja hástöfum nafn Muamba. Leikurinn var flautaður af og veraldarvefurinn fór á hvolf við öll skilaboðin sem send voru til Muamba. Stærstu nöfnin í fótboltaheiminum óskuðu honum skjóts bata og báðu fyrir honum.

Þegar Gary Cahill skoraði í stórsigri Chelsea á Leicester fagnaði hann því með að sýna bol undir treyjunni sem stóð á Pray 4 Muamba, eða biðjum fyrir Muamba. Þeir léku saman hjá Bolton áður en Cahill gekk til liðs við Lundúnarliðið. Ég gæti talið upp ansi marga sem sýndu stuðning sinn en verð að nefna Andrea Pirlo hjá Juventus. Hann tileinkaði Muamba mark sitt í 5-0 sigri á Fiorentina.

Leikmenn Real Madrid klæddust sérstökum bolum Muamba til stuðnings fyrir leik liðsins í spænsku deildinni. Einnig sýndu þeir Eric Abidal stuðning sinn en hann spilar fyrir erkifjendurna í Barcelona. Abidal greindist með æxli á síðasta ári og lét fjarlægja það. Þá þurfti hann að fara í lifrarígræðslu á dögunum og ferillinn er í óvissu.

Það hefur sýnt sig að þegar neyðin er stærst standa menn saman, óháð liðum eða því sem á undan hefur gengið. Viðbrögð við áföllum undanfarnar vikur hafa glatt mig mikið sem stuðningsmaður fótboltans í heild. Stuðningur, virðing og samheldni sýndi sig og þetta er fótboltinn eins og við þekkjum hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner