Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 20. september 2013 12:00
Magnús Már Einarsson
Björn Bragi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Björn Bragi og Thierry Henry í góðum gír.
Björn Bragi og Thierry Henry í góðum gír.
Mynd: Twitter
Gylfi skorar í sigri Tottenham samkvæmt spánni.
Gylfi skorar í sigri Tottenham samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
City og United gera jafntefli samkvæmt spá Björns Braga.
City og United gera jafntefli samkvæmt spá Björns Braga.
Mynd: Getty Images
Birkir Már Sævarsson var öflugur þegar hann spáði í leiki síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni. Birkir var með sjö rétt tákn og þar af þrjú hárrétt úrslit.

Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson spáir í leikina að þessu sinni en hann mun í vetur stýra Gettu Betur á RÚV.

Norwich 1 - 1 Aston Villa (11:45 á morgun)
Aston Villa fékk fáránlega erfiða leiki í byrjun móts og er eðlilega neðarlega í töflunni, en ég held að þeir verði ekki í sama tjóni í vetur og í fyrra. Norwich verður væntanlega á svipuðu róli.

Liverpool 2 - 0 Southampton (14:00 á morgun)
Liverpool hefur ekki litið svona vel út í mörg ár. Spurning hversu lengi þeir ná að halda þessu formi. Þeir eru allavega að fara að taka þennan leik.

Newcastle 2 - 1 Hull City (14:00 á morgun)
Newcastle er að hrökkva í gírinn og vinnur 2-1 sigur. Tom Huddlestone skorar fyrir Hull og getur loksins drullast í klippingu.

West Brom 4 - 2 Sunderland (14:00 á morgun)
Tvö lið með bakið upp við vegg á botni deildarinnar. Öllum að óvörum verður þetta markaveisla. Dramatík, rautt spjald og umdeildur heimasigur. Di Canio bregst við með því að fórna tveimur af leikmönnum sínum á gröf Mussolini.

West Ham 1 - 2 Everton (14:00 á morgun)
West Ham er ekki mikið fyrir að skora mörk um þessar mundir og Everton er einfaldlega betra lið. Everton-menn eru komnir með sjálfstraust eftir flottan sigur á Chelsea um síðustu helgi og ég held að þeir taki þennan leik.

Chelsea 3 - 0 Fulham (16:30 á morgun)
Chelsea-menn mæta vitlausir til leiks eftir hörmungartap gegn Basel í vikunni og í deildinni um síðustu helgi. Í þessum leik sjáum við loksins hvers þeir eru megnugir undir stjórn Mourinho og þeir vinna öruggan sigur.

Arsenal 1 - 1 Stoke City (12:30 á sunnudag)
Arsenal er á flottu rönni en þeir áttu erfiðan útileik í Meistaradeildinni í vikunni. Stoke leit mjög vel út á móti Man City og ég held að þeir nái aftur úrslitum hér.

Crystal Palace 1 - 0 Swansea (12:30 á sunnudag)
Swansea vann frábæran útisigur á Valencia í Evrópudeildinni í vikunni en ég held að Crystal Palace muni skella þeim aftur á jörðina með óvæntum sigri. Crystal Palace er samt að fara að falla í vor.

Cardiff City 1 - 3 Tottenham (15:00 á sunnudag)
Ég verð stoltur Íslendingur þegar ég horfi á þennan leik. Cardiff lítur vel út í upphafi móts og norðlenska hangikjötið er að fara að sjá um að halda þeim uppi. Mínir menn verða hins vegar of stór biti fyrir þá að þessu sinni. Ef AVB er skynsamur þá hefur hann Gylfa áfram í startinu því hann elskar að skora í Wales, eins og allir vita. Soldado skorar líka og gott ef Paulinho opnar ekki markareikning sinn í deildinni.

Man City 1 - 1 Man Utd (15:00 á sunnudag)
Manchester-liðin hafa hikstað aðeins í upphafi leiktíðar og mun líklega hvorugt taka mikla áhættu. Ég er með rosalega jafnteflistilfinningu fyrir þessum leik. Er eiginlega svo viss að ég er að spá í að veðsetja hús foreldra minna og setja allt á X.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner