Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. ágúst 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 5. Arsenal
Lokastaða síðast: 4. sæti
Enski upphitun
Þjóðverjinn Mesut Özil.
Þjóðverjinn Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger á að fara að skila titlum í hús.
Arsene Wenger á að fara að skila titlum í hús.
Mynd: Getty Images
Santi Cazorla og Aaron Ramsey með Samfélagsskjöldinn eftirsótta.
Santi Cazorla og Aaron Ramsey með Samfélagsskjöldinn eftirsótta.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere og Per Mertesacker.
Jack Wilshere og Per Mertesacker.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Arsenal mun missa af Meistaradeildarsæti ef spá Fótbolta.net rætist.

Um liðið: Lengi vel leit út fyrir að síðasta tímabil yrði tímabil vonbrigða hjá Arsenal en það reddaðist fyrir horn með Meistaradeildarsæti og sigri í bikarnum. Í titilbaráttunni brást Arsenal. Ekkert lið var lengur í efsta sætinu en eins og oft áður seig á ógæfuhliðina. Dapur árangur gegn keppinautunum á toppnum reyndist dýr. Mjög fróðlegt verður að sjá hvernig Arsenal mætir til leiks á þessu tímabili. Mikilvægt er að halda stöðugleika yfir veturinn og fróðlegt verður að sjá hvort Alexis Sanchez muni slá í gegn.

Stjórinn: Arsene Wenger
Það var gríðarlegur léttir frekar en gleði hjá Wenger þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn eftir níu titlalaus ár. Stuðningsmenn Arsenal virðast skiptast í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á Wenger. Allir virða það sem hann hefur gert fyrir liðið en mörgum finnst sem hans tími sé einfaldlega liðinn.

Styrkleikar: Laurent Koscielny og Per Mertesacker mynda frábært miðvarðapar. Frakkinn er alvöru íþróttamaður og býr yfir flottum hraða. Sá þýski er með líkamlegan styrk og leiðtogi sem vill að allir liðsfélagar sínir leggi sig 100% fram.

Veikleikar: Þeir geta ekki haldið mönnum heilum. Þar sem skortur er á breidd á mikilvægum stöðum; sérstaklega frammi og í varnarhluta miðjunnar, náði Arsenal ekki að hvíla menn og varð það til þess að leikmenn voru frá vegna meiðsla. Ekkert lið var með eins langan meiðslalista á síðasta tímabili.

Talan: 93
Prósenta yfir mörk frá Arsenal sem komu innan teigs á síðasta tímabili. Hærri prósentutala en hjá öllum öðrum liðum.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Hafa öðruvísi undirbúning fyrir hádegisleiki. Arsenal tapaði illa fyrir Chelsea, Manchester City og Liverpool í hádegisleikjum. Í öllum leikjunum féllu þeir í sömu gryfjuna.

Verður að gera betur: Jack Wilshere braust fram á sjónarsviðið sem óhræddur unglingur með mikla hæfileika. Hann var með ótrúlegt sjálfstraust með boltann. Sex árum síðar hefur hann enn ekki náð þeim hæðum sem spáð var. Nú þarf hann að stíga upp og sýna að hann sé ekki bara ofmetin barnastjarna.

Lykilmaður: Mesut Özil
Þessi rándýri Þjóðverji var keyptur á 42 milljónir en var sveiflukenndur á sínu fyrsta tímabili. Nú á hann að vera búinn að aðlagast enska boltanum og er kominn með gullmedalíu um hálsinn eftir HM. Verður hann aðalmaðurinn hjá Arsenal í vetur?

Komnir:
Calum Chambers frá Southampton
Mathieu Debuchy frá Newcastle
David Ospina frá Nice
Alexis Sanchez frá Barcelona

Farnir:
Benik Afobe til Milton Keynes Dons á láni
Nicklas Bendtner samningslaus
Johan Djourou til Hamburg
Thomas Eisfeld til Fulham
Lukasz Fabianski til Swansea City
Carl Jenkinson til West Ham United á láni
Chu-Young Park samningslaus
Bacary Sagna til Manchester City
Wellington Silva til Almeria á láni
Thomas Vermaelen til Barcelona

Þrír fyrstu leikir: Crystal Palace (h), Everton (ú) og Leicester (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Arsenal 184 stig
6. Tottenham 161 stig
7. Everton 155 stig
8. Newcastle 135 stig
9. Swansea 123 stig
10.Stoke City 110 stig
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner