Heiðar Helguson hefur gengið til liðs við Skautafélag Reykjavíkur sem spilar í 4. deildinni í sumar.
Lið SR er að mestu skipað ungum leikmönnum úr Þrótti sem og nokkrum reyndari mönnum.
Heiðar hefur skrifað undir félagaskipti í SR og gæti komið við sögu með liðinu í sumar.
„Við erum mjög ánægðir með liðstyrkinn. Heiðar mun auka breiddina til muna," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson annar af þjálfurum SR við Fótbolta.net í dag.
Heiðar er 37 ára gamall en hann spilaði síðast með Cardiff tímabilið 2012/2013.
Frá 1995 til 1997 spilaði Heiðar með Þrótti og hann þekkir því til í Laugardal. Hann spilaði síðar með Watford, Fulham, Bolton og QPR á Englandi.
SR spilar í D-riðli í 4. deildinni í sumar með Hvíta Riddaranum, Kríu, Vængjum Júpíters, Elliða, KB og Kormáki/Hvöt.
Athugasemdir