Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Kjaftæðið - Upphitun fyrir enska og fréttir vikunnar
Útvarpsþátturinn - Föstudagsfjör og Balkanbræður
Fótbolta nördinn - RÚV vs Víkingur
Kjaftæðið - Stóra bikarhelgin allsstaðar!
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra spáin og stjóraskipti Chelsea
Hugarburðarbolti GW 19 Hirðfíflið mætti í studio 1
Kjaftæðið - Stórkostleg áramót fyrir Arsenal
Kjaftæðið - Gummi Tóta í KR?
Tveggja Turna Tal - Andri Freyr Hafsteinsson
Enski boltinn - Himnasending, Wirtz skoraði og þrjú efstu stinga af
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
   lau 12. desember 2015 16:17
Elvar Geir Magnússon
Hannes: Klár eftir tvo mánuði ef allt gengur upp
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson er á góðum batavegi eftir að hafa farið í aðgerð á öxl í október síðastliðnum. Hannes fór úr axlarlið á landsliðsæfingu og fór í kjölfarið í aðgerð. Endurhæfing hans hefur gengið vel hingað til.

„Ég er í ströngu prógrami og æfi tvisvar á dag nánast alla daga. Það eru tveir mánuðir síðan ég fór í aðgerð og ef allt gengur upp þá eru tveir mánuðir í að ég geti byrjað að beita mér aftur inni á fótboltavellinum," sagði Hannes í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag.

Hannes hefur verið aðalmarkvörður NEC Nijmegen í Hollandi en hann segist halda opnum þeim möguleika að fara annað í janúar ef hann er ekki viss um að endurheimta strax aftur byrjunarliðssætið í marki NEC.

„Ég er búinn að huga um plan A og B. Það eru alls konar óvissuþættir og maður veit ekki hvað gerist. Ég hef opnað umræðuna að kíkja í kringum sig og skoða lán hingað og þangað ef að aðstæður hjá félaginu eru þannig að það verði erfitt að komast inn. Það er samt númer 1, 2 og 3 að spila fyrir félagið sem er í núna. Ég hef átt góð samtöl við menn í klúbbnum og það vilja allir að það gangi upp að ég spili á Evrópumótinu. Ég hef góða tilfinningu að félagið standi með mér í þessu."

Hannes og unnusta hans eiga von á barni og því mun hann halda áfram að æfa í Hollandi milli jóla og nýárs. Hannes mun að sjálfsögðu fylgjast vel með drættinum á EM í dag.

„Það væri gaman að fá Englendingana en það væri líka gaman að eiga séns á opnunarleik gegn Frökkum," sagði Hannes.

„Það er svolítíð síðan við höfum verið heppnir með drátt. Við vorum ekki heppnir í umspilinu fyrir HM og fyrir undankeppnina núna. Núna held ég að heppnin detti með okkur og við fáum góðan riðil sem verður mögulegt að komast upp úr."

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner