Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. nóvember 2016 19:41
Magnús Már Einarsson
Gummi Steinars ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis (Staðfest)
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Guðmundur Steinarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í kvöld.

Guðmundur tekur við aðstoðarþjálfarastöðunni hjá Fjölni af Ólafi Páli Snorrasyni sem hætti eftir tímabilið og tók við sem aðstoðarþjálfari hjá FH.

„Við Fjölnismenn erum afar ánægðir að fá Guðmund í þjálfarateymið," segir í fréttatilkynningu frá Fjölni.

Guðmundur er leikja og markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi en hann tók við þjálfun Njarðvíkur fyrir tímabilið 2014. Guðmundur þjálfaði Njarðvík þar til honum var sagt upp störfum seint á síðasta tímabili.

Á myndinni hér að neðan sést Guðmundur með Ágústi Gylfasyni þjálfara og Árna Hermannssyni formanni knattspyrnudeildarinnar þegar gengið var frá samningnum nú í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner