Emil Lyng hefur farið vel af stað með KA í Pepsi-deild karla. Hann hefur skorað fimm mörk í átta leikjum í sumar.
Lyng kom til KA í vor og hann er samningsbundinn liðinu út tímabilið. Í viðtali við Bold í Danmörku segist hann vilja fara sem fyrst í sterkari deild ef tækifærið gefst. Hann segir í viðtalinu að það hafi aldrei verið ætlunin hjá sér að stoppa lengi við á Íslandi.
Lyng kom til KA í vor og hann er samningsbundinn liðinu út tímabilið. Í viðtali við Bold í Danmörku segist hann vilja fara sem fyrst í sterkari deild ef tækifærið gefst. Hann segir í viðtalinu að það hafi aldrei verið ætlunin hjá sér að stoppa lengi við á Íslandi.
„Með virðingu fyrir deildinni, þá var það aldrei planið hjá mér að vera hér í fimm tímabil," sagði Lyng við Bold sem segist ánægður hjá KA, það hafi verið rétt ákvörðun að fara til félagsins.
„Samningurinn minn er út árið, en tímabilið endar snemma þannig að félagið mun ekki standa í vegi fyrir mér ef eitthvað spennandi gerist í sumar. Þeir vita að ég er kominn á þann aldur þar sem ég vil prófa eitthvað á hærra stigi."
„Ég mun fara héða einhvern tímann, hvort það verði í sumar eða í vetur, það veit ég ekki. Ef ég fengi að velja, þá væri það í sumar."
Emil Lyng var að enda við að spila allan leikinn hjá KA í tapi gegn Val. Valur vann leikinn 1-0, en KA er í fjórða sæti deildarinnar.
Athugasemdir