Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var spurður að því á fréttamannafundi sem haldin var í morgun í Ermelo í Hollandi hver næstu skref hans sem þjálfari landsliðsins væru.
Hefði hann til að mynda áhuga á því að þróa U-23 ára landslið kvenna og auka verkefnum fyrir það lið og berjast meira fyrir því.
Hefði hann til að mynda áhuga á því að þróa U-23 ára landslið kvenna og auka verkefnum fyrir það lið og berjast meira fyrir því.
„Ég get ekki barist meira fyrir þessu. Ég er búinn að leggja áherslu á þetta í fjögur ár og mér finnst ég standa stundum einn í storminum. Þeta snýst um íslenskan fótbolta, ég er bara landsliðsþjálfari. Ef við viljum ná lengra sem knattspyrnuþjóð þá þurfa aðildarfélögin að reyna styðja þessa tillögu. Það er ársþing KSÍ á hverju ári og þetta þarf líklega að fara í gegnum það á einhvern hátt og stjórn KSÍ þarf að taka ákvörðun um þetta. Ég hef lýst yfir mínum vilja alltof oft, Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði það líka. Ég veit að við þurfum þetta og við þurfum brúa þetta gat og undirbúa leikmennina betur og hjálpa þeim að þroskast," sagði Freyr.
Undir 23 ára landslið Íslands lék síðasta æfingaleik sinn árið 2015 gegn Póllandi en í þeim hópi eru sex leikmenn sem eru í lokahópnum á EM í Hollandi. Til að mynda skoraði Elín Metta Jensen tvö mörk í 3-1 sigri á Póllandi. Þá lék Sigríður Lára Garðarsdóttir á miðjunni í þeim leik en hún hefur byrjað báða leiki Íslands á EM til þessa.
„Ég er ekki að fara í þessa baráttu einn. En ég mun alltaf segja mína skoðun á þessu," sagði Freyr en hvað er að stöðva það að þetta verði að veruleika?
„Þetta kostar peninga. Því ræð ég ekki yfir," sagði Freyr að lokum.
Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.
Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir