Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 02. október 2017 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óvíst með Emil Lyng - „Vona að allir vilji komast í sterkari deild"
Emil Lyng.
Emil Lyng.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við erum að ræða við Emil," sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, við Fótbolta.net í dag um stöðuna á danska sóknarleikmanninum Emil Lyng.

Lyng kom til KA fyrir tímabilið og honum tókst að skora níu mörk í 20 leikum í Pepsi-deild karla í sumar.

Óvíst er hvort hann verði áfram hjá KA.

Fyrr í sumar birtist viðtal við hann hjá bold.dk þar sem hann sagðist vilja komast í sterkari deild en Pepsi-deildina. Það vakti mikla athygli, en Sævar var spurður út í sitt álit á þessum ummælum.

„Ég vona að allir leikmenn vilji komast í stærri deild en Pepsi-deildina, með fullri virðingu fyrir henni," sagði Sævar.

„Það er áhugi frá honum að vera áfram og við erum að ræða við hann þessa daganna. Það er ekkert í hendi þar enn."

Sjá einnig:
Emil Lyng: Ég vil komast í sterkari deild
Athugasemdir
banner