Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður, menntaði sig í fótboltafræðunum eftir að skórnir fóru á hilluna og er í dag yfirmaður fótboltamála hjá Fleetwood í ensku C-deildinni. Félagið á sér það markmið að komast upp í Championship-deildina og fer vel af stað á þessu tímabili.
Grétar var í stuttri heimsókn hér á landi í vikunni og Fótbolti.net fékk hann í spjall. Hann sagði frá starfi sínu hjá Fleetwood og færði rök fyrir því að staða yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ gæti hjálpað íslenskum fótbolta.
Íslenska landsliðið, framtíðarpælingar og Joey Barton var meðal þess sem rætt var um í Miðjunni að þessu sinni.
Grétar var í stuttri heimsókn hér á landi í vikunni og Fótbolti.net fékk hann í spjall. Hann sagði frá starfi sínu hjá Fleetwood og færði rök fyrir því að staða yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ gæti hjálpað íslenskum fótbolta.
Íslenska landsliðið, framtíðarpælingar og Joey Barton var meðal þess sem rætt var um í Miðjunni að þessu sinni.
Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir