Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   fös 15. mars 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Viðar afskrifar ekki að snúa aftur í landsliðið
Icelandair
Viðar gæti gefið kost á sér í landsliðið á nýjan leik.
Viðar gæti gefið kost á sér í landsliðið á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson er á leiðinni frá Rostov á láni og skýrist það sennilega um helgina hvert hann fer. Fjölmörg lið eru á eftir sóknarmanninum frá Selfossi sem hefur lítið sem ekkert fengið að spila með Rostov eftir að hann gekk til liðs við félagið í ágúst.

Það vakti athygli að Viðar gaf það út í október á síðasta ári að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Í samtali við Fótbolta.net í vikunni sagði hann að það væri möguleiki að hann myndi snúa aftur í landsliðið, ef hann fengi tækifæri til þess.

„Ég verð vonandi klár aftur í landsliðið þegar ég er byrjaður að spila reglulega fulla leiki og kominn í gott stand. Á þeim tíma sem ég hætti í landsliðinu þá gekk mér erfiðlega í Rússlandi og æfði lítið. Það hjálpaði mér því ekki að vera fara í landsliðsverkefni og missa af æfingum með Rostov. Á þeim tímapunkti hugsaði ég um hagsmuni mína og vildi koma mér í betra stand og reyna koma mér í liðið hér í Rússlandi," sagði Viðar Örn í samtali við Fótbolta.net.

„Ég hef rætt við Hamrén og sagt honum að ég verði klár þegar ég fer að spila og verð kominn í betra leikform,” sagði Viðar Örn Kjartansson.

Erik Hamrén landsliðsþjálfari Íslands valdi fyrsta hóp Íslands fyrir undankeppni Evrópumótsins í gær. Þar vakti athygli að aðeins tveir hreinræktaðir framherjar voru í hópnum. Þar af var Alfreð Finnbogason í hópnum sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og ekkert spilað í rúmlega mánuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner