Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 29. júní 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Hólmbert Aron spáir í 11. umferðina í Pepsi Max
Hólmbert Aron.
Hólmbert Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Bjarni gegn Val?
Skorar Bjarni gegn Val?
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
11. umferðin í Pepsi Max-deild karla fer fram á sunnudag og mánudagskvöld.

Umferðin hefst á leik ÍBV og Stjörnunnar í Vestmannaeyjum á sunnudag klukkan 16:00. Á mánudagskvöldið er stórleikur umferðarinnar þegar KR og Breiðablik mætast í toppslagnum.

Ingólfur Sigurðsson leikmaður Leiknis R. í Inkasso-deildinni var með tvo leiki rétta í síðustu umferð en nú er komið að Hólmberti Aroni Friðjónssyni, fyrrum leikmanni HK, Fram, Stjörnunnar og KR að spá í 11. umferðina.

ÍBV 0 - 3 Stjarnan (16:00 á sunnudag)
Ég finn á mér að Stjarnan sé að fara á smá run núna. Þeir halda áfram að setja fullt af mörkum en halda hreinu núna. Daníel Laxdal bindur þetta saman!

Fylkir 1 - 1 KA (17:00 á sunnudag)
Þetta verður mikil barátta, held að þetta verði rólegur jafnteflis leikur. Mörk úr föstum leikatriðum.

HK 2 - 1 Valur (19:15 á sunnudag)
Ég get ekki sagt annað en að mínir menn vinni þennan leik í Home of football. Leifur Andri með skallamark og Bjarni Gunn með sleggju. Valur verður áfram í ströggli.

KR 3 - 1 Breiðablik (19:15 á mánudag)
Íslandsmeistara slagur þarna. Toppliðin að mætast. Ég held að KR klári þetta í skemmtilegum markaleik. Þeir virka bara svo solid þessa dagana.

Víkingur R. 1 - 1 ÍA (19:15 á mánudag)
Finnst þessi smá tricky. Hlýtur að styttast í sigurleik hjá ÍA aftur en Víkingur er að setja saman sigurleiki með sitt skemmtilega lið.
Ég set X á þennan.

Grindavík 1 - 2 FH (19:15 á mánudag)
Ég sá glitta í á Twitter einhver gömul regla um að þú vinnur ekki bikar og deildarleik á stuttu millibili á móti sömu mótherjum en ég held að FH afsanni það.

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner