fös 21. júní 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Ingó Sig spáir í 10. umferðina í Pepsi Max
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Skorar Guðjón Pétur aftur úr aukaspyrnu?
Skorar Guðjón Pétur aftur úr aukaspyrnu?
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þrátt fyrir að flest liðin í Pepsi Max-deildinni séu aðeins búin að spila átta leiki í deildinni þá fer 10. umferðin fram um helgina þar sem 9. umferðin fer fram seinna í júlí mánuði.

Fyrsti leikur umferðarinnar er leikur Breiðabliks og ÍBV á Kópavogsvelli á morgun klukkan 14:00 og klukkan 17:00 mætast ÍA og HK. Umferðin lýkur síðan á sunnudaginn með fjórum leikjum.

Böðvar Böðvarsson, leikmaður Jagiellonia Białystok í Póllandi spáði einum leik rétt í síðustu umferð en nú er komið að Ingólfi Sigurðssyni leikmanni Leiknis R. í Inkasso-deildinni að spá fyrir um næstu umferð.

Breiðablik 3 - 1 ÍBV (14:00 á morgun)
Þetta verður frekar auðveldur leikur fyrir heimamenn. Aron Bjarnason fær verðskuldað sæti í byrjunarliðinu og verður með sýningu á móti sínum gömlu félögum. Guðjón Pétur skorar úr aukaspyrnu annan leikinn í röð. Mark ÍBV verður frákast eftir horn.

ÍA 2 - 1 HK (17:00 á morgun)
Það er frekar skrítið að hugsa til þess að þetta sé nýliðaslagur þegar maður horfir á gengi liðanna í sumar. Skagamenn komast aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Þetta verður þó erfið fæðing og sigurmarkið kemur seint í leiknum eftir fast leikatriði.

Stjarnan 2 - 2 Fylkir (16:00 á sunnudag)
Jafntefli í hörkuleik á Samsungvellinum þar sem bæði lið verða vonsvikin eftir leik. Það fer allavega eitt rautt spjald á loft og svo skorar annað liðið úr umdeildri vítaspyrnu.

Valur 2 - 0 Grindavík (16:00 á sunnudag)
Íslandsmeistararnir sigla heim þægilegum sigri og jafna Grindvíkinga að stigum. Ólafur Karl Finsen heldur uppteknum hætti og skorar í þessum leik.

KA 2 - 1 Víkingur R. (17:00 á sunnudag)
Þetta er mjög athyglisverður leikur. Ég held reyndar að Víkingar gætu alveg eins unnið þennan leik, en ætla þó á að spá KA sigri. Hallgrímur skorar úr aukaspyrnu.

FH 1 - 1 KR (19:15 á sunnudag)
Rúnar Kristinsson nær í góðan punkt á erfiðum útivelli í stórleik umferðarinnar. Pálmi Rafn og Steven Lennon með mörkin.

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner