Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 28. júlí 2019 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Magnússon á leið í Víking Ólafsvík
Guðmundur Magnússon leikur með Ólsurum seinni hluta sumars.
Guðmundur Magnússon leikur með Ólsurum seinni hluta sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon er á leið til Víkings Ólafsvíkur frá ÍBV á láni samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Hann þekkir vel til í Ólafsvík. Hann lék með Víkingi frá 2011 til 2013 og skoraði þá 12 mörk í 48 leikjum.

Þessi 28 ára gamli framherji er búinn að skora þrjú mörk í 11 leikjum í deild og bikar með ÍBV í sumar. Pedro Hipolito, fyrrum þjálfari ÍBV, fékk hann til Vestmannaeyja síðasta vetur.

Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Guðmundur myndi yfirgefa ÍBV nú í sumarglugganum. Fyrr í mánuðinum sagði Andri Ólafsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, að það væri ekki að fara að gerast.

Hann var ekki í leikmannahópi ÍBV í dag þegar liðið tapaði gegn Grindavík suður með sjó.

Í fyrra skoraði Guðmundur 18 mörk í 22 leikjum fyrir Fram í Inkasso-deildinni. Það er því ljóst að hann mun reynast mikill styrkur fyrir Ólsara sem sitja í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner