Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. júlí 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Starki á völlunum spáir í 15. umferðina í Inkasso
Starki á völlunum.
Starki á völlunum.
Mynd: Aðsend
Rúnar Þór og félagar fá Njarðvík í heimsókn.
Rúnar Þór og félagar fá Njarðvík í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
15. umferðin í Inkasso-deildinni hefst í kvöld með fjórum leikjum. Umferðin lýkur síðan á morgun með tveimur leikjum.

Starki á völlunum er spámaður umferðarinnar en Starkaður Pétursson hefur í sumar fylgst vel með Inkasso-deildinni og skellt sér á fjölmarga leiki í deildinni og skoðað stemninguna á vellinum.

Sjá þætti Starka á völlunum:
1. þáttur
2. þáttur
3. þáttur

Gunnar Birgisson, eða Gunni giskar eins og hann er oft kallaður náði heilum tveimur leikjum rétt í síðustu umferðinni í Inkasso-deildinni en nú er komið að Starka að gera betur.

Leiknir 0 - 3 Grótta (19:15 í kvöld)
Alltaf verið mikill Gróttu maður, eða ég held það að minnsta kosti. Breiðholtið verður fagurblátt þetta sama kvöld. Óliver Dagur með þrennu, take a bow son.

Keflavík 4 - 1 Njarðvík (19:15 í kvöld)
Ussussuss, Reykjanesslagurinn stóri, þetta verður blóðugt. Ég spái stærri slag en Örlygsstaðabardaga hér forðum daga. Opin beinbrot og sprengd miltu. 4-1 fyrir heimamönnum. Ekki er allt vænt sem vel er grænt.

Þróttur 5 - 4 Haukar (19:15 í kvöld)
Bræður munu berjast á Valbjarnarvelli. Risaeðluvaxinn leikur því Haukarar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta verður flugeldasýning. 5-4. 3 mörk Þróttara í uppbótartíma - ótrúlegar senur. Lifi.

Þór 0 - 1 Víkingur Ó (19:15 í kvöld)
Hér heiðra ég kollega minn Gunnar nokkurn samloku, en Ejub og hans erkienglar taka 3 stig með sér heim í Ólafsvíkina, skellihlægjandi eftir víti sem gafst á 19 sekúndu leiksins. 0-1.

Fram 0 - 0 Magni (18:00 á morgun)
Steindautt jafntefli ætlaði að líta dagsins ljós, því meiri hreyfing var á kosningavöku Alþýðufylkingarinnar hér um árið. Nema hvað, sjálfsmark á áttugustu mínútu átti sér stað hjá Magna mönnum, og fólk sofnar vært í Safamýrinni þá nótt. Það verður djamm hjá Fram.

Fjölnir 6 - 0 Afturelding (19:15 á morgun)
Auðvelt hjá Fjölnismönnum, enda má finna bestur hamborgarana á landinu skv. grillurum í Grafarvoginum. 6-0 fyrir Fjölni sem elskar að vinna, og Aftureldingar keyra heim með Sigur Rós í botni.

Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (2 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner