Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 25. september 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Hótar að hleypa leikmönnum Bayern ekki í landsliðið
Uli Höness, forseti Bayern München, hefur hótað að hleypa leikmönnum félagsins ekki í landsliðsverkefni hjá Þýskalandi.

Talað er um að landsliðsþjálfarinn Joachim Löw gæti sett Manuel Neuer, markvörð Bayern, á varamannabekk Þýskalands en Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, er þreyttur á því að vera varaskrifa.

„Ef þetta gerist þá sendum við ekki fleiri menn í landsliðið. Við munum ekki sætta okkur við þetta," sagði Höness.

Höness segist ekki ætla að ræða við Löw um málið. „Hann veit þegar okkar afstöðu," sagði Höness.

Löw hefur verið að yngja upp í þýska landsliðinu en hann kastaði meðal annars Jerome Boateng, Thomas Muller og Mats Hummels úr landsliðinu sem voru stórfréttir.

Þýskalandi gekk hrikalega á HM 2018 og átti í vandræðum í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner