Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   fös 13. desember 2019 23:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Santo er betri þjálfari en hann var sem leikmaður
Tottenham mætir á sunnudag liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Þjálfarar liðanna eru Portúgalarnir Jose Mourinho og Nuno Espirito Santo.

Santo var markmaður á sínum ferli og var hann varamarkmaður í goðsagnakenndu liði Porto sem vann þrennuna árið 2004. Þar lék hann undir stjórn Mourinho.

Mourinho segir Santo vera betri stjóra en hann var sem markvörður. „Mun betri stjóri en leikmaður," sagði Mourinho á blaðamannafundi fyrir leikinn og brosti.

„Ég er ekki að segja að hann hafi verið lélegur leikmaður, ég er að segja að hann er mun betri þjálfari en leikmaður."

„Ég held að hann sé glaður því hann sér hvar hann er í dag. Hann er að gera frábæra hluti sem stjóri."

„Að mínu mati er hann með eitt besta liðið taktískt lega séð. Þegar ég segi það er ég ekki að tala um hvernig þeir spila eða að sú aðferð sé besta aðferðin. Ég er að segja að eins og hann vill spila þá er hann með réttu púslin í leikmönnum sínum,"
sagði Mourinho að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner