Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. mars 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Nágrannaslagur í Manchester - Heldur Liverpool toppsætinu?
Hvað gerir Man Utd á Etihad?
Hvað gerir Man Utd á Etihad?
Mynd: Getty Images
Verður De Bruyne í stuði?
Verður De Bruyne í stuði?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þessa helgina fer fram 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en stórleikur helgarinnar er nágrannaslagur Manchester City og Manchester United á Etihad-leikvanginum.

Man City er að finna taktinn á ný. Erling Braut Haaland og Kevin de Bruyne eru komnir í gírinn og það á hárréttum tíma.

United hefur verið upp og niður þetta tímabilið. Meiðsli Rasmus Höjlund og fleiri lykilmanna höfðu áhrif síðustu helgi, en það verður fróðlegt að sjá hvernig það mætir til leiks gegn England, bikar og Evrópumeisturum Man City.

Chelsea-menn taka stutta ferð á Community-leikvanginn í Lundúnum þar sem liðið heimsækir Brentford á meðan Everton mætir West Ham á Goodison Park.

Fulham og Brighton eigast við á Craven Cottage, Newcastle mætir Wolves og þá fer topplið Liverpool í Skírisskóg þar sem liðið spilar við Nottingham Forest. Jürgen Klopp stillti upp kornungu liði í miðri viku gegn Southampton í bikarnum, en spurningin er hvort lykilmenn verða klárir fyrir þennan leik.

Luton mætir Aston Villa í lokaleik morgundagsins.

Á sunnudag spila Jóhann Berg Guðmundsson og hans menn í Burnley við Bournemouth áður en stórleikur helgarinnar fer fram.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:
15:00 Brentford - Chelsea
15:00 Everton - West Ham
15:00 Fulham - Brighton
15:00 Newcastle - Wolves
15:00 Nott. Forest - Liverpool
15:00 Tottenham - Crystal Palace
17:30 Luton - Aston Villa

Sunnudagur:
13:00 Burnley - Bournemouth
15:30 Man City - Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner