Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 01. júní 2023 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Óskar Hrafn: Þetta Víkingslið er svolítið sérstakt núna
Þetta er áhugaverð skák sem menn leggja upp í
Þetta er áhugaverð skák sem menn leggja upp í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi er klár
Stefán Ingi er klár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður ekki með fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjahlé
Verður ekki með fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjahlé
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar hafi hitt naglann á höfuðið: Það skiptir máli hvernig þú tapar
Arnar hafi hitt naglann á höfuðið: Það skiptir máli hvernig þú tapar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við græðum ekki mikið á þeim leik
Við græðum ekki mikið á þeim leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Menn gera sér fyllilega grein fyrir stærð þessa leiks
Menn gera sér fyllilega grein fyrir stærð þessa leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun taka Íslandsmeistarar Breiðabliks á móti toppliði deildarinnar í stórleik umferðarinnar í Bestu deildinni.

Víkingar koma í heimsókn á Kópavogsvöll og þegar leikurinn verður flautaður á klukkan 19:15 skilja fimm stig liðin að.

Fótbolti.net hitar upp fyrir stórleikinn með viðtölum við þjálfara liðanna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er fyrri viðmælandi dagsins.

Snýst um að vera ofan á í bardaganum
Hvernig leggst þessi toppslagur í þig og hvað þurfiði að gera til að vinna Víking?

„Hann leggst bara mjög vel í mig. Við þurfum að hlaupa meira en þeir, vinna fleiri návígi og ná mómentinu; það er það sem þessir leikir snúast um."

Er mikið horft í síðustu leiki hjá bæði ykkur og Víkingi fyrir leikinn á morgun?

„Við horfum auðvitað í leikina hjá þeim og reynum að kortleggja þá eins vel og við getum. Þessir leikir hafa samt haft þá tilhneigingu að hafa sitt eigið líf. Liðin mæta oft öðruvísi til leiks og með aðrar áherslur. Á endanum hefur þetta snúist um hvort liðið er ofan á í bardaganum."

Víkingsliðið sérstakt núna - Alltaf stórir leikir
Breiðablik lagði Víking í síðasta leik áður en deildin hófst í apríl og varð þar meistari meistaranna. Liðin mættust fjórum sinnum í fyrra; Blikar unnu tvo deildarleiki og einu sinni var jafntefli. Víkingur vann hins vegar bikarleik liðanna.

Er mikið spáð í fyrri leikjum þessara liða fyrir leikinn á morgun?

„Auðvitað þarftu að hafa þá eitthvað bakvið eyrað, þarft að læra af þeim mistökum sem þú gerir í síðustu viðureignum á móti þeim og hvort það sé eitthvað sem þú getur tekið með þér í komandi leik."

„Þetta Víkingslið er auðvitað svolítið sérstakt núna; bæði eru þeir öðruvísi samsettir en þeir voru þegar við spiluðum við þá í Meistarar Meistaranna og leikstíllinn gjörólíkur. Við græðum því ekki mikið á þeim leik."

„Það eru samt ákveðin atriði í leik Víkinga sem hafa ekki breyst undanfarin ár og það er eitthvað sem við þurfum að vera meðvitaðir um; styrkleika og veikleika."


Hvernig er aðdragandinn fyrir leik eins og þennan, finnst á mönnum að það er toppleikur framundan?

„Menn gera sér alveg grein fyrir stærð leiksins og Víkingsleikirnir hafa það yfirbragð yfir sér að það er mikil spenna í kringum þá, þetta hafa verið bardagar og ákveðinn hiti í leikjunum. Menn gera sér fyllilega grein fyrir stærð þessa leiks. Burtséð frá hvar liðin eru í töflunni, þá verða þessir leikir alltaf stórir."

Gætu komið allt öðruvísi til leiks
Talsvert hefur verið rætt um 3-2-5 sóknaruppleggið hjá Víkingi. Er mikið horft í hvernig eigi að stoppa uppspil Víkings?

„Við þurfum að stoppa þeirra leiðir upp völlinn, við erum meðvitaðir um það hvernig þeir stilla sér upp þegar þeir ná stjórn á boltanum. Það snýst samt ekki endilega um kerfi, heldur um lestur á stöðum og að vera agressífir. Við erum meðvitaðir um í hvaða svæði þeir vilja fara. Svo gætu þeir komið allt öðruvísi inn í leikinn á móti okkur, við erum undirbúnir fyrir það. Þetta er áhugaverð skák sem menn leggja upp í."

Arnar hafi hitt naglann á höfuðið
Helduru að það breyti einhverju varðandi þennan leik að Víkingur hafi tapað sínum fyrsta leik í síðustu umferð?

„Ég á síður von á því. Þegar þú átt svona sigurgöngu eins og þeir áttu, þá veistu að á endanum mun hún taka enda. Ég hugsa að Arnar hafi hitt naglann á höfuðið [í viðtölum eftir leik]; það skiptir máli hvernig þú tapar. Þeir geta horft á þennan leik og geta verið að mörgu leyti mjög sáttir við hvernig þeir spiluðu, allar tölur segja að þeir hafi verið töluvert sterkari aðilinn. Það skiptir máli hvernig þú tapar leiknum hvort það hafi áhrif inn í næstu leiki."

Anton Logi frá fram yfir landsleikjahlé
Þeir Anton Logi Lúðvíksson og Stefán Ingi Sigurðarson voru fjarri góðu gamni gegn Keflavík. Hvernig er staðan á þeim?

„Anton Logi á dálítið í land, verður ekki með fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjahlé. Stefán Ingi er klár og allir aðrir klárir fyrir utan Patrik."

Ég brenndi af þessu færi með honum
Eftir að hafa séð umfjöllunina eftir síðustu umferð, þar sem Breiðablik gerði jafntefli við Keflavík, fannst Óskari mikið gert úr klúðrinu hjá Klæmint?

„Já, mér fannst það, en ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti við það, menn velja sér þá sögulínu sem þeir vilja taka úr þessum leik. Hann á undir eðlilegum kringumstæðum að nýta þetta færi, en við töpuðum ekki stigunum þarna. Færið var gott og ég hef alveg skilning á því að menn sýni það og tali um það."

„Við þurfum að vera meðvitaðir um það, eins og ég sagði, að það er enginn einn sem er hengdur út til þerris þegar eitthvað mistekst; við erum bara saman í þessu. Ég brenndi á þessu færi með honum. Hann hefur skorað gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og vegurinn er ekki alltaf beinn og auður, það koma steinvölur og þú hrasar. Við lifum þetta af; höfum séð það svartara en þetta klúður."


Góðir í að koma til baka eftir vonbrigði
Óskar nefndi að það skiptir mál hvernig lið tapa. Getur hann verið ánægður með spilamennskuna í leikjunum þremur gegn HK, ÍBV og Keflavík þar sem liðið hefur tapað stigum?

„Í Eyjum og í Keflavík var fullt af góðum punktum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. En svo eru hlutir sem við erum fullkomlega meðvitaðir um að við gátum gert miklu betur."

„HK leikurinn er síðan leikur sem ég get ekki skýrt, við mættum bara ekki klárir og leikurinn var skrítinn á marga vegu."

„Ég er ekkert himinlifandi með spilamennskuna í leikjunum þar sem við höfum tapað stigum. En við erum, og höfum verið, góðir í að koma til baka eftir einhver högg og einhver vonbrigði. Þannig fúnkerar þetta lið, það er gott að koma til baka eftir vonbrigði,"
sagði Óskar.

10. umferðin í Bestu karla
fimmtudagur 1. júní
18:00 ÍBV-HK (Hásteinsvöllur)
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)

föstudagur 2. júní
18:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
19:15 Fram-Keflavík (Framvöllur)
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner