Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 01. júlí 2020 22:00
Helga Katrín Jónsdóttir
Anna Björk: Heppnar að fá að spila þennan leik
Kvenaboltinn
Anna Björk í leiknum í kvöld.
Anna Björk í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hafði betur gegn Stjörnunni í seinni leik 4. umferðar í Pepsi-Max deild kvenna nú í kvöld. Anna Björk, leikmaður Selfyssinga, var að vonum kát eftir leik:

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Selfoss

"Ég er mjög sátt með þetta, held að við getum tekið margt gott úr þessu, við spiluðum vel, færðum boltann vel á milli kanta, skoruðum fjögur mörk en fengum á okkur eitt, hefðum mátt sleppa því."

"Ég held að það sé stundum smá stress í byrjun, við þurfum að stjórna leikjum betur. Um leið og við fáum vítíð náum við aðeins að anda og spila okkar fótbolta sem við viljum spila." 

Selfyssingar byrjuðu illa í deildinni og voru með 0 stig eftir 2 leiki. Var ekki gott að ná að tengja saman tvo sigra?

"Jú það er það, þetta var mjög svekkjandi í byrjun. Okkur fannst við alveg vera að spila vel, liðin voru ekkert að fá mikið af færum en þetta var bara klúður hjá okkur. Það var sterkt hjá liðinu að svekkja sig ekki meira á þessu, því við vitum að hverjum við stefnum og vissum að það væri hægt að vinna mikið í okkar leik. Og erum sáttar með að hafa rifið okkur upp þó við byrjuðum illa." 

Eins og mikið hefur verið fjallað um eru nokkrir leikmenn og lið í Pepsi-Max deildinni í sóttkví vegna Covid-19. Hvaða áhrif hefur það á hópinn?

"Aðaláhrifin eru að við erum að átta okkur á því hvað við erum heppnar að fá að spila þennan leik og hvað við þurfum að bæta okkur í sóttvörnum. Við erum að passa okkur ennþá meira að huga betur að því og taka þessu ekki sem sjálfsögðum hlut."

"Mér líður virkilega vel og ég er sátt á Selfossi, gaman að búa í litlum bæ þar sem allir þekkjast. Það er skemmtileg stemning og stelpurnar eru þægilegar og skemmtilegar og það er auðvelt að komast inn í hópinn" sagði Anna þegar hún var spurð út í lífíð í Selfossi.

Nánar er rætt við Önnu um áhrif Covid-19 á hópinn sem og lífið á Selfossi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner