Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. júlí 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Logi: Þegar FH vill fá mann þá er maður spenntur
Logi mun auka breiddina hjá liði FH.
Logi mun auka breiddina hjá liði FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera kominn í FH, spennandi tímar," sagði Logi Tómasson við Fótbolta.net í dag.

Logi er 19 ára vinstri bakvörður sem gekk í raðir FH í gær að láni frá Víkingi Reykjavík. Logi var spurður hvort aðdragandinn að félagaskiptunum hafi verið langur.

„Nei, þetta var mjög stuttur fyrirvari. Hlutirnir gerðust mjög fljótt. Ég vildi prófa eitthvað nýtt, vildi fá að skoða mig um og þá kom FH upp og þetta gerðist hratt eftir það. Þegar FH vill fá mann þá er maður spenntur fyrir því."

Logi steig fram í sviðsljósið á síðasta tímabili þegar hann skorar frábært mark gegn Val í fyrstu umferð en er svo talsvert á bekknum þangað til Dofri Snorrason meiðist. Logi spilar svo bikarúrslitaleikinn í fyrra þegar Víkingur sigraði einmitt FH. Hvernig var að var að bíða eftir að fá tækifærið aftur?

„Það var erfitt, eins og það er, ég var bara einbeittur á æfingum og beið eftir tækifærinu. Ég sýndi það þegar ég fékk loksins að spila hvað ég get."

Að lokum, hver eru persónulega markmið Loga í sumar?

„Ég vil standa mig vel í leikjum og hjálpa liðinu að vinna leikina, það er ekki flókið markmið," sagði Logi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner