Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 01. júlí 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sísí aftur í FH (Staðfest)
Sísi var fyrirliði FH á síðasta tímabili
Sísi var fyrirliði FH á síðasta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur yfirgefið Val og er genginn í raðir FH á nýjan leik.

Sísí, eins og hún er oftast kölluð, gekk í raðir Vals fyrir tímabil frá FH. Sísí getur bæði spilað á miðjunni og í vörninni.

Sísí er 26 ára gömul og hefur lekið með yfir 200 leiki á sínum ferli á Íslandi. Hún er uppalin hjá ÍBV. Hún lék með FH árið 2020 og fór þangað frá uppeldisfélaginu.
Hún lék með Lilleström árið 2018 og á 30 leiki með yngri landsliðum og 20 leiki með A-landsliði Íslands.

Sísí hafði komið við sögu í öllum leikjum Vals til þessa á tímabilinu og skorað tvö mörk.

FH féll niður í Lengjudeildina á síðasta ári en er í toppbaráttunni og stefnir aftur upp í deild þeirra bestu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner