Breiðablik er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa unnið Stjörnuna í vítaspyrnukeppni á Samsung-vellinum í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 6 Breiðablik
Staðan var 2-2 eftir framlengingu en Hafrún Rakel Halldórsdóttir jafnaði í byrjun síðari hluta framlengingarinnar.
Breiðablik hafði betur í vítaspyrnukeppninni. Telma Ívarsdóttir, markvörður Blika, varði eina spyrnu og þá skaut Gyða Kristín Gunnarsdóttir framhjá en Blikar nýttu allar spyrnurnar.
Hægt er að sjá vítakeppnina hér fyrir neðan.
Breiðablik er komið í úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta eftir sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni. pic.twitter.com/gtD3JVGJyc
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2023
Athugasemdir