Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 01. október 2021 10:06
Elvar Geir Magnússon
Kyle McLagan í Víking (Staðfest)
Varnarmaðurinn Kyle McLagan.
Varnarmaðurinn Kyle McLagan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle McLagan hefur ákveðið að yfirgefa Fram og ganga í raðir Íslandsmeistara Víkings en Framarar hafa staðfest þessi tíðindi á heimasíðu sinni.

„Varnarmaðurinn Kyle Douglas McLagan hefur því miður tekið þá ákvörðun að endurnýja ekki samning sinn við Fram og gengur þess í stað til liðs við Víking í Reykjavík," segir í frétt á heimasíðu Fram.

Kyle sem er 25 ára gekk til liðs við Fram um mitt sumar 2020 frá FC Roskilde í Danmörku og lék hann alls 30 leiki fyrir Fram og skoraði í þeim 5 mörk.

„Knattspyrnudeild Fram þakkar Kyle kærlega fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni."

Kyle var einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar og valinn í lið ársins. Hann skilur eftir sig stórt skarð í Framliðinu sem leikur í efstu deild á næsta ári.

Víkingar eru með fréttamannafund á eftir klukkan 11:00 en þar mun Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, taka viðtal við Kyle McLagan.
Athugasemdir
banner
banner