„Við komum út eins og einhverjir trúðar. Við fengum á okkur eins auðveld mörk og hægt er," sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, eftir ótrúlegan 4-3 sigur á Breiðabliki í Bestu deildinni í dag. KR lenti 1-3 undir en tókst að snúa leiknum sér í vil.
„Þetta var seinasti heimaleikurinn í ár og seinasti leikurinn hjá Rúnari Kristins á KR-vellinum í einhvern tíma. Hann á sennilega 30 prósent af öllum titlum sem KR hefur unnið. Við vildum klára þetta með sæmd fyrir hann og fyrir okkur sjálfa."
„Þetta var seinasti heimaleikurinn í ár og seinasti leikurinn hjá Rúnari Kristins á KR-vellinum í einhvern tíma. Hann á sennilega 30 prósent af öllum titlum sem KR hefur unnið. Við vildum klára þetta með sæmd fyrir hann og fyrir okkur sjálfa."
Lestu um leikinn: KR 4 - 3 Breiðablik
„Það var þvílíkur karakter að koma til baka, það er geggjað að standa uppi sem sigurvegari."
Það var vel farið yfir málin í hálfleik hjá KR-ingum.
„Við vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan, stappa í okkur stálið. Við töluðum um að þetta væri alls ekki nógu gott og að við ættum mikið inni. Við trúðum á þetta," sagði Elmar.
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Elmar ræðir meira um Rúnar og sína eigin framtíð.
Athugasemdir