Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 01. október 2023 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Theodór Elmar Bjarnason,
Theodór Elmar Bjarnason,
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við komum út eins og einhverjir trúðar. Við fengum á okkur eins auðveld mörk og hægt er," sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, eftir ótrúlegan 4-3 sigur á Breiðabliki í Bestu deildinni í dag. KR lenti 1-3 undir en tókst að snúa leiknum sér í vil.

„Þetta var seinasti heimaleikurinn í ár og seinasti leikurinn hjá Rúnari Kristins á KR-vellinum í einhvern tíma. Hann á sennilega 30 prósent af öllum titlum sem KR hefur unnið. Við vildum klára þetta með sæmd fyrir hann og fyrir okkur sjálfa."

Lestu um leikinn: KR 4 -  3 Breiðablik

„Það var þvílíkur karakter að koma til baka, það er geggjað að standa uppi sem sigurvegari."

Það var vel farið yfir málin í hálfleik hjá KR-ingum.

„Við vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan, stappa í okkur stálið. Við töluðum um að þetta væri alls ekki nógu gott og að við ættum mikið inni. Við trúðum á þetta," sagði Elmar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Elmar ræðir meira um Rúnar og sína eigin framtíð.
Athugasemdir
banner