Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   þri 01. desember 2020 16:49
Elvar Geir Magnússon
Búið að fresta Aston Villa - Newcastle vegna hópsmitsins
Búið er að fresta leik Aston Villa og Newcastle sem fram átti að fara á föstudagskvöld. Ástæðan er Covid-19 hópsmit innan leikmannahóps Newcastle.

Í gærkvöldi var greint frá því að leikmenn Newcastle hafi verið sendir í einangrun og æfingasvæði félagsins lokað.

Enska úrvalsdeildin staðfesti það í gær að tíu sýni hafi reynst jákvæð.

Newcastle hefur ekki nafngreint þá leikmenn sem hafa greinst með veiruna.

Í 2-0 sigrinum gegn Crystal Palace í síðustu viku var liðið án nokkurra aðalliðsleikmanna. Þar á meðal Andy Carroll, Jamal Lascelles, Emil Krafth, Allan Saint-Maximin, Isaac Hayden og Martin Dubravka.

Ekki er búið að finna nýjan leikdag fyrir viðureign Aston Villa og Newcastle.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner