Marokkó vann riðilinn og Króatía fer með í 16-liða úrslitin
Króatía 0 - 0 Belgía
Kanada 1 - 2 Marokkó
0-1 Hakim Ziyech ('4 )
0-2 Youssef En-Nesyri ('23 )
0-3 Nayef Aguerd ('40 , sjálfsmark)
Kanada 1 - 2 Marokkó
0-1 Hakim Ziyech ('4 )
0-2 Youssef En-Nesyri ('23 )
0-3 Nayef Aguerd ('40 , sjálfsmark)
Belgía, sem er í öðru sæti á heimslista FIFA, komst ekki upp úr F-riðli HM en liðið gerði markalaust jafntefli við Króatíu. Úrslitin tryggðu Króötum sæti í 16-liða úrslitum.
Króatar fengu vítaspyrnu snemma leiks en dómurinn var tekinn til baka vegna rangstöðu í aðdragandanum.
Í hálfleik kom Romelu Lukaku inn af bekknum hjá Belgum og hann var ógnandi, óð í færum, en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann átti hörkuskot í stöngina og skallaði boltann svo yfir úr dauðafæri skömmu seinna. Á 87. mínútu setti hann boltann naumlega framhjá og á 90. mínútu fékk hann boltann í bringuna í algjöru dauðafæri. Hann fékk líka færi í uppbótartímanum. Hvernig færi vilja menn fá?
„Það eru álög á Lukaku í landsliðsbúningnum. Hann hefur ekki skorað eitt einasta mark fyrir landsliðið á þessu ári," sagði Einar Örn Jónsson sem lýsti leiknum á RÚV.
Sjá einnig:
Feikilega tæpur rangstöðudómur - Af hverju fór Taylor í skjáinn?
Hrikalega öflugt hjá Marokkó að vinna riðilinn en liðið lagði Kanada 2-1 þar sem öll þrjú mörkin komu í fyrri hálfleik. Hakim Ziyech kom Marokkó yfir, hann kláraði frábærlega eftir skelfileg mistök Milan Borjan markvarðar Kanada sem sendi boltann beint á hann.
Youssef En-Nesyri tvöfaldaði forystu Marokkó en Kanada náði að minnka muninn. Það mark var reyndar sjálfsmark frá Nayef Aguerd, varnarmanni Marokkó.
Lokastaða F-riðils:
1. Marokkó 7 stig
2. Króatía 5 stig
3. Belgía 4 stig
4. Kanada 0 stig
Athugasemdir