
Romelu Lukaku, sóknarmaður belgíska landsliðsins, átti ansi erfiðan dag þegar Belgía féll úr leik á HM.
Belgar þurftu sigur gegn Króatíu en leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Lukaku er að stíga upp úr meiðslum en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í dag og freistaði þess að hjálpa Belgum að komast áfram í 16-liða úrslit.
Lukaku óð í færum en boltinn vildi ekki inn hjá honum. Hann endaði einn og sér með 1,67 í xG sem er gríðarlega há tölfræði fyrir einn leikmann.
Lukaku var brjálaður í leikslok og eyðilagði varamannaskýli með því að kýla það. Myndband af því má sjá hér fyrir neðan.
Lukaku finally hits the targetpic.twitter.com/SHFbEffyVB
— Troll Football (@TrollFootball) December 1, 2022
Athugasemdir