Barcelona hefur samþykkt beiðni Ronald Araujo um að fá frí um óákveðinn tíma til að jafna sig andlega.
Hann hefur komið við sögu í 15 leikjum á tímabilinu í öllum keppnum. Síðasti leikurinn var tap gegn Chelsea í Meistaradeildinni í síðustu viku þar sem hann var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks.
Hann hefur komið við sögu í 15 leikjum á tímabilinu í öllum keppnum. Síðasti leikurinn var tap gegn Chelsea í Meistaradeildinni í síðustu viku þar sem hann var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks.
The Athletic greinir frá því að umboðsmenn Araujo hafi fundað með Deco, yfirmanni fótboltamála hjá félaginu, og félagið hefur gefið honum þann tíma sem hann þarf.
„Þetta er einkamál, ég vil ekki segja meira. Ég væri mjög þakklátur ef þið getið virt það," sagði Hansi Flick.
„Hann hefur fengið mikla gagnrýni og ég tel að hún sé ekki sanngjörn. Hann gefur allt í þetta á vellinum, hann er fyrirliðinn okkar og hann þarf að komast í gegnum þessa erfiðu tíma því hann er tilfinningaríkur einstaklingur með sterkar tilfinningar," sagði Joan Laporta, forseti Barcelona.
Athugasemdir



