„Þetta er yfirlýsing frá þeim," segir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í útvarpsþættinum Fótbolti.net þegar rætt var um að Grindavík hefði fengið varnarmanninn reynslumikla Damir Muminovic.
„Einn allra besti varnarmaður Bestu deildarinnar í fjöldamörg ár, ég veit ekki hversu oft hann hefur verið valinn í lið ársins. Hann átti erfiða heimkomu frá Brúnei og allt í einu var eins og hann og Viktor (Örn Margeirsson) hefðu aldrei spilað saman. Hann er mættur í lið sem var næstum fallið úr Lengjudeildinni, bjargaði sér í lokaumferðinni. Þetta er áhugavert," segir Elvar.
„Einn allra besti varnarmaður Bestu deildarinnar í fjöldamörg ár, ég veit ekki hversu oft hann hefur verið valinn í lið ársins. Hann átti erfiða heimkomu frá Brúnei og allt í einu var eins og hann og Viktor (Örn Margeirsson) hefðu aldrei spilað saman. Hann er mættur í lið sem var næstum fallið úr Lengjudeildinni, bjargaði sér í lokaumferðinni. Þetta er áhugavert," segir Elvar.
„Þetta er löng leið niður, úr öðru af tveimur bestu liðum síðustu ára niður í Grindavík sem maður veit ekki alveg hvað er í dag. Eftir allt sem hefur gengið á þar reyna þeir alltaf að púsla saman liði sem maður veit ekki alveg hversu mikill áhugi er á," segir Tómas Þór Þórðarson í þættinum.
Erfitt að vera með hangandi hendi
Ljóst er að Damir fær vel greitt í Grindavík en Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni segir að hann sé með 900 þúsund krónur á mánuði.
„Það þarf ekki að segja hlustendum það að þeir eru að fá gæðaleikmann. Hann þarf að vera leiðtogi þarna. Damir hefur gert mjög vel í því að fá vel greitt um langa hríð, bæði með samningatækni og með því að spila eins og hann hefur spilað. Hann hefur unnið fyrir því, spilað leikinn vel innan sem utan vallar," segir Tómas.
„Maður hefur oft séð menn sem hafa verið í hæstu hæðum taka seðil til að dandalast eitthvað í B-deildinni. Það hefur bara ekki gengið upp því menn hafa ekki fundið neistann. Það er fullt af leikmönnum í deildinni með blússandi neista og eru á uppleið. Það getur verið erfitt ef þú ætlar að vera með hangandi hendi í Lengjudeildinni sama hvað þú heitir. Það er pressa á Damir en ef hann er í standi þá þarf ekkert að ræða hver sé besti leikmaðurinn í þessari deild."
Athugasemdir



