Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   fös 28. nóvember 2025 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Grindavík
Miðvörðurinn öflugi Damir Muminovic er nokkuð óvænt búinn að semja við Grindavík í Lengjudeildinni.

Damir er 35 ára gamall og kom aftur til landsins um mitt sumar eftir dvöl í malasísku deildinni með DPMM frá Brúneí.

Hann var mikilvægur hlekkur í sterku liði Breiðabliks í tíu ár, eftir að hafa alist upp hjá HK, og lék með liðinu nýliðið sumar.

   28.11.2025 16:57
Damir og Hjörvar í Grindavík (Staðfest)


„Ég er virkilega ánægður með ákvörðunina sem ég tók, bæði fyrir sjálfan mig og fyrir klúbbinn," sagði Damir í viðtali við Fótbolta.net eftir undirskriftina. Hann gat valið á milli nokkurra félaga og segir að það hafi verið auðvelt að velja Grindavík.

„Klúbburinn seldi mér hugmyndina af verkefninu hérna sem hentar mér mjög vel og er virkilega spennandi."

Grindavík æfir í Reykjavík þessa dagana en markmiðið er að æfa og spila í Grindavík.

Damir verður í leiðtogahlutverki hjá ungu liði Grindvíkinga en hann er samningsbundinn Breiðabliki út árið og mun skipta um félag eftir áramót.

„Maður er alltaf með sín persónulegu markmið en klúbburinn er með það markmið að koma sér aftur á rétta braut og fá fólkið hérna í bænum með sér í lið. Ég deili þessu markmiði með klúbbnum."
Athugasemdir
banner