Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
banner
   mán 01. desember 2025 15:45
Kári Snorrason
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fór viðtalið að lokum fram skriflega.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fór viðtalið að lokum fram skriflega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur var kynntur til leiks ásamt Marel Baldvinssyni.
Ólafur var kynntur til leiks ásamt Marel Baldvinssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Desember er genginn í garð og jólin nálgast óðfluga. Í tilefni þess ætlum við á Fótbolta.net að færa lesendum glaðning á hverjum degi fram að jólum og rifja upp eftirminnileg og skemmtileg viðtöl sem birst hafa á vefnum í gegnum tíðina.

Jóladagatalið hefst á eftirminnilegri viðtals­tilraun við Ólaf Karl Finsen árið 2010. Hafliði Breiðfjörð reyndi þá ítrekað að hefja viðtalið við ungan Ólaf við lítinn árangur.

Ólafur, sem var þá aðeins átján ára, var að snúa aftur í Stjörnuna að láni frá AZ Alkmaar í Hollandi. Hann var greinilega óvanur fjölmiðlum og átti erfitt með að fóta sig í viðtalinu. Eftir nokkrar tilraunir varð svo úr að viðtalið fór fram skriflega.


Úr fréttinni: 

Það heppnast ekki öll viðtöl sem fjölmiðlamenn reyna að taka og skýrt dæmi þess kom í ljós í dag þegar Fótbolti.net reyndi að taka sjónvarpsviðtal við Ólaf Karl Finsen sem var að koma á láni til Stjörnunnar frá AZ Alkmaar í Hollandi.

Ólafur Karl er ungur að árum, fæddur árið 1992, og lítið reyndur í að gefa fjölmiðlum viðtöl og það kom bersýnilega í ljós þegar Fótbolti.net reyndi að ræða við hann á fréttamannafundi Stjörnunnar í dag með litlum árangri.

Viðtalið við Ólaf Karl má sjá hér að ofan en taka verður fram að það er birt á þennan hátt með fullu samþykki Ólafs sjálfs sem er betri í að svara fyrir sig á fótboltavellinum en fyrir framan hljóðnema og mun eflaust vekja athygli í sumar.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner