Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mán 01. desember 2025 15:45
Kári Snorrason
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fór viðtalið að lokum fram skriflega.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fór viðtalið að lokum fram skriflega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur var kynntur til leiks ásamt Marel Baldvinssyni.
Ólafur var kynntur til leiks ásamt Marel Baldvinssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Desember er genginn í garð og jólin nálgast óðfluga. Í tilefni þess ætlum við á Fótbolta.net að færa lesendum glaðning á hverjum degi fram að jólum og rifja upp eftirminnileg og skemmtileg viðtöl sem birst hafa á vefnum í gegnum tíðina.

Jóladagatalið hefst á eftirminnilegri viðtals­tilraun við Ólaf Karl Finsen árið 2010. Hafliði Breiðfjörð reyndi þá ítrekað að hefja viðtalið við ungan Ólaf við lítinn árangur.

Ólafur, sem var þá aðeins átján ára, var að snúa aftur í Stjörnuna að láni frá AZ Alkmaar í Hollandi. Hann var greinilega óvanur fjölmiðlum og átti erfitt með að fóta sig í viðtalinu. Eftir nokkrar tilraunir varð svo úr að viðtalið fór fram skriflega.


Úr fréttinni: 

Það heppnast ekki öll viðtöl sem fjölmiðlamenn reyna að taka og skýrt dæmi þess kom í ljós í dag þegar Fótbolti.net reyndi að taka sjónvarpsviðtal við Ólaf Karl Finsen sem var að koma á láni til Stjörnunnar frá AZ Alkmaar í Hollandi.

Ólafur Karl er ungur að árum, fæddur árið 1992, og lítið reyndur í að gefa fjölmiðlum viðtöl og það kom bersýnilega í ljós þegar Fótbolti.net reyndi að ræða við hann á fréttamannafundi Stjörnunnar í dag með litlum árangri.

Viðtalið við Ólaf Karl má sjá hér að ofan en taka verður fram að það er birt á þennan hátt með fullu samþykki Ólafs sjálfs sem er betri í að svara fyrir sig á fótboltavellinum en fyrir framan hljóðnema og mun eflaust vekja athygli í sumar.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner