Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. apríl 2023 00:57
Brynjar Ingi Erluson
Unnu skemmdarverk á liðsrútu Liverpool - „Þetta er óásættanlegt"
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City sendi í dag frá sér yfirlýsingu eftir að skemmdarverk voru unnin á liðsrútu Liverpool fyrir utan Etihad-leikvanginn.

Manchester City vann Liverpool 4-1 á Etihad og er áfram átta stigum á eftir Arsenal í titilbaráttunni.

Rígurinn á milli Man City og Liverpool hefur vaxið með hverju árinu og eru þau talin með bestu liðum Bretlandseyja, þó Liverpool sé að vísu ekki með í titilbaráttunni í ár.

Þessi rígur hefur oft farið úr böndunum og gerði hann það í dag en stuðningsfólk Man City söng níðsöngva á leiknum og þá voru skemmdarverk unnin á liðsrútu Liverpool.

Hlutum var kastað að rútunni sem varð til þess að rúða brotnaði og hefur Man City fordæmt þessa hegðun.

Svipað atvik átti sér stað í kringum 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2018 er þessi lið mættust en þá var það stuðningsfólk Liverpool sem kastaði hlutum í liðsrútu Manchester City.

„Við vorum að fá þær fréttir að einhverskonar hlut var kastað í átt að rútu á svæðinu. Slík atvik eru algjörlega óásættanleg og við fordæmum gjörðir þessara einstaklinga sem áttu í hlut. Við munum fúslega hjálpa lögreglunni í Manchester við rannsókn á þessu atviki eins vel og við getum.“

„Félagið er þá vonsvikið að hafa heyrt óviðeigandi söngva frá stuðningsfólki heimaliðsins á leiknum í dag. Okkur þykir miður ef einhver móðgaðist og munum við halda áfram að vinna með stuðningsmannafélögum og fulltrúm frá báðum félögum til að útrýma þessum hatursfullu söngvum úr viðureigninni,“
sagði í yfirlýsingu Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner