Stefán er markmaður sem kom í Val frá Selfossi fyrir tímabilið 2024. Hann spilaði einn leik í Bestu deildinni í fyrra. Í vetur var hann hetjan í undanúrslitaleik Vals gegn ÍR og varði svo mark liðsins í úrslitaleiknum sem Valur vann.
Hann var á 18. aldursári þegar hann spilaði sína fyrstu leiki og var í stóru hlutverki. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.
Hann var á 18. aldursári þegar hann spilaði sína fyrstu leiki og var í stóru hlutverki. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Stefán Þór Sigtýr Ágústsson
Gælunafn: oftast kallaður Stebbi
Aldur: verð 24 ára í maí
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: ég fékk að koma inn á 60m mín á móti Aftureldingu með Selfoss í æfinga leik árið 2018. Mann að einhver meistari sagði við mig að núna skorum við loksins það er einhver krakki kominn inn á getur örruglega ekki neitt.
Uppáhalds drykkur: Pepsi Max er soldið gott
Uppáhalds matsölustaður: Landsbyggðinni fær shoutout, Hofland Eatery í Hveragerði og Kaffi Krús á Selfossi standa alltaf fyrir sýnu.
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Á Bitcoin eins og staðan er núna.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: fátt sem toppar Vaktirnar. Get horft endalaust á það comedy
Uppáhalds tölvuleikur: alltaf gaman þegar squadið kemst í pro clubs í Fifa eða Fortnite
Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn uppáhalds, hlusta mikið á íslenskt stöff
Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið og Steve dagskrá
Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktokið getur verið hættulega skemmtilegt
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Á veturna er það mitt fólk hjá umferðin.is þarf að sjá hvernig færðin er á leiðinni áður en ég legg afstað á æfingu frá Selfossi. Annars er það Hverslun.is
Fyndnasti Íslendingurinn: toppar fátt þegar Sóli Hólm mætir með eftirhermurnar sýnar
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Mætti bjóða þér að svara spurningum um þjónustu HSU?
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hamar í Hveragerði
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Pablo Punyed í mjólkurbikarnum 2022
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: ég hef verið virkilega heppinn með þjálfara í gegnum tíðina. Bæði markmannsþjálfara og aðalþjálfara. En Stefán Logi Magnússon hefur hjálpað mér mjög mikið eftir að ég kynntist honum á Selfossi 2019 og er ég honum mjög þakklátur.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: ekki neinn sem kemur upp í hugann.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: mamma og pabbi alltaf en inn á fótboltavellinum þá er það Eden Hazard.
Sætasti sigurinn: Þegar ég var á Selfossi og við tryggðum okkur upp í lengjudeildinna á mót ÍR 2020
Mestu vonbrigðin: Að falla úr Lengjudeildinni með Selfoss árið 2023. Féllum á einu marki með 23 stig.
Uppáhalds lið í enska: Chelsea London is blue
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri ekki leiðinlegt að fá æskuvin minn Valdimar Jóhannsson aftur í sama lið
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Eysteinn Ernir á Selfossi. Spenntur að sjá hann í Lengjunni í sumar.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Módelið okkar Lúkas Logi
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta Jensen
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi er seigur
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: mig grunar að þessi nýja 8 sekundu regla á okkur markmennina gæti orðið soldið skrautleg en sjáum hvað setur eftir sumarið.
Uppáhalds staður á Íslandi: Alltaf eitthvað Vibe að kíkja á Stykkishólm á sumrin.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vorum að spila mjög mikilvægan leik í fallbaráttu með Selfoss í Lengjudeildinni 2023 og á meðan við vorum að hlusta á hálfleiks ræðuna hjá Dean Martin byrjaði að rigna hressilega og þegar menn komu aftur út á völl akvöddu tveir liðsfélagar okkar að hlaupa aftur inn í klefa og skipta yfir í skrúfu taka en dómarinn tók það ekki til mála og flautaði leikinn í gang, við 9 og hinir 11 fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: set alltaf brúsa og handklæði vinstrameginn við markið sem ég stend í veit ekki afhverju.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: ekkert all in í neinu sérstöku en hef gaman að íslensku körfunni og pílan er alltaf góð um jólin.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: spila í nike vapor 16, fást í H verslun ;)
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: var og er slappur í stafsetningu.
Vandræðalegasta augnablik: Nýliðavígsla Vals. Fínt að vera búinn með það.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Væri ekki einhver stemning að fara út að borða í Barcelona og bjóða MSN (Messi, Suarez og Neymar) þegar þeir voru upp á sitt besta.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Hef helvíti gaman að Sigga Lár í galsa.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Við vorum eitthvað að tala um spurningasprett í klefanum um daginn. Væri til að sjá Orra Sigurð sækja 4 miljónir fyrir sektarsjóðinn okkar.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var markmaður í yngri flokkum en fékk leið á því í 5. flokk. Hætti í marki og byrjaði síðan aftur í marki í 2. flokk.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ögmundur er geggjaður, get alltaf leitað til hans um ráð. Hefur hjálpað mér mjög mikið síðan hann kom til okkar. Síðan er Siggi Lár sennilega harðasti gæji sem ég hef kynnst.
Hverju laugstu síðast: vá ekki hugmynd.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: hita upp og teyja á er ekki það skemmtilegasta sem ég geri því miður.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja framtíðar mig hverjar næstu vinningstölur væru í Eurojackpott næstu helgi og þakka síðan pent fyrir.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: hlakka til að sjá ykkur á vellinum í sumar, það er frábært sumar framundan hjá okkur á Hlíðarenda.
Athugasemdir