Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   mán 02. júní 2014 22:22
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Tók við liðinu í fallsæti og skila því í fallsæti
Óli Kristjáns á hliðarlínunni í kveðjuleiknum.
Óli Kristjáns á hliðarlínunni í kveðjuleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson stýrði Breiðabliki í sínum síðasta leik þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Pepsi-deildinni í kvöld.

Ólafur kveður Blika eftir farsælan feril þar sem hann gerði liðið að Íslands- og bikarmeisturum, en hins vegar hefur Blikum enn ekki tekist að vinna leik á tímabilinu.

,,Það eru nú margir aðrir hlutir í lífinu sem eru meira tilfinningaþrungnir heldur en þetta. En auðvitað eftir á, þá kemur þetta aðeins við viðkvæmar sálir, sem ég er. Kannski er það fyrst núna að maður að átta sig á því að þessu tímabili er lokið og ég er hundfúll með að hafa ekki náð að skila sigri og fleiri stigum," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leikinn.

,,Við erum búnir að vera í vandræðum í upphafi móts og lendum undir. En við komum til baka og ég er ánægður með það, ánægður með að hala inn stigi þó við séum manni færri. Ég er þakklátastur fyrir að menn héldu áfram að reyna og það er það sem ég vil sjá Breiðabliksliðið gera í framtíðinni. Ég er sannfærður um að með þetta hugarfar muni skila fleiri stigum."

,,Það hefur vantað að nýta færi sem við fengum og í sumum leikjum að skapa færi til að geta átt möguleika á að nýta þau. Varnarleikurinn líður fyrir það að við erum ákafir að sækja, og svo er það oft þessi herslumunur sem vantar, það er ekkert öðruvísi en það."

,,Ég tók við liðinu í fallsæti á sínum tíma 2006 og skila því á sama stað, þannig að hringnum er lokað. Nei auðvitað er hundfúlt að vera ekki með fleiri stig og skila þessu betur af sér. Það er enginn svekktari en ég og ég ber fulla ábyrgð á því, alveg eins og ég hef notið ávaxtanna í velgengninni. Ég tek á mig stóran hluta af þessu."


Ólafur neitar því þó enn að það hafi verið mistök hjá honum að vera áfram með liðið eftir að ljóst var að hann tæki við danska liðinu Nordsjælland.

,,Ef þú spyrð mig, þá tengist þetta ekki því að ég sé að fara út. Ef liðið hefði verið með fjögur stig og ég hefði ekki verið með það þessa fyrstu sex leiki og Gummi (Ben) hefði staðið hérna, þá hefði verið fróðlegt að heyra spurninguna. Hún hefði sennilega hljómað eitthvað á þá leið: "Var ekki rangt að þú tækir við liðinu strax?" Þetta eru allt spekulasjónir."

,,Faktað er að ég var með liðið fyrstu sex leikina. Faktað er að ég er að fara. Faktað er að stjórnin tók ákvörðun um þetta og auðvitað held ég áfram ef ég er beðinn um það. Faktað er að liðið er á þeim stað sem liðið er og menn verða bara að spýta í lófana,"
sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner