Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   mán 02. júní 2014 22:22
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Tók við liðinu í fallsæti og skila því í fallsæti
Óli Kristjáns á hliðarlínunni í kveðjuleiknum.
Óli Kristjáns á hliðarlínunni í kveðjuleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson stýrði Breiðabliki í sínum síðasta leik þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Pepsi-deildinni í kvöld.

Ólafur kveður Blika eftir farsælan feril þar sem hann gerði liðið að Íslands- og bikarmeisturum, en hins vegar hefur Blikum enn ekki tekist að vinna leik á tímabilinu.

,,Það eru nú margir aðrir hlutir í lífinu sem eru meira tilfinningaþrungnir heldur en þetta. En auðvitað eftir á, þá kemur þetta aðeins við viðkvæmar sálir, sem ég er. Kannski er það fyrst núna að maður að átta sig á því að þessu tímabili er lokið og ég er hundfúll með að hafa ekki náð að skila sigri og fleiri stigum," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leikinn.

,,Við erum búnir að vera í vandræðum í upphafi móts og lendum undir. En við komum til baka og ég er ánægður með það, ánægður með að hala inn stigi þó við séum manni færri. Ég er þakklátastur fyrir að menn héldu áfram að reyna og það er það sem ég vil sjá Breiðabliksliðið gera í framtíðinni. Ég er sannfærður um að með þetta hugarfar muni skila fleiri stigum."

,,Það hefur vantað að nýta færi sem við fengum og í sumum leikjum að skapa færi til að geta átt möguleika á að nýta þau. Varnarleikurinn líður fyrir það að við erum ákafir að sækja, og svo er það oft þessi herslumunur sem vantar, það er ekkert öðruvísi en það."

,,Ég tók við liðinu í fallsæti á sínum tíma 2006 og skila því á sama stað, þannig að hringnum er lokað. Nei auðvitað er hundfúlt að vera ekki með fleiri stig og skila þessu betur af sér. Það er enginn svekktari en ég og ég ber fulla ábyrgð á því, alveg eins og ég hef notið ávaxtanna í velgengninni. Ég tek á mig stóran hluta af þessu."


Ólafur neitar því þó enn að það hafi verið mistök hjá honum að vera áfram með liðið eftir að ljóst var að hann tæki við danska liðinu Nordsjælland.

,,Ef þú spyrð mig, þá tengist þetta ekki því að ég sé að fara út. Ef liðið hefði verið með fjögur stig og ég hefði ekki verið með það þessa fyrstu sex leiki og Gummi (Ben) hefði staðið hérna, þá hefði verið fróðlegt að heyra spurninguna. Hún hefði sennilega hljómað eitthvað á þá leið: "Var ekki rangt að þú tækir við liðinu strax?" Þetta eru allt spekulasjónir."

,,Faktað er að ég var með liðið fyrstu sex leikina. Faktað er að ég er að fara. Faktað er að stjórnin tók ákvörðun um þetta og auðvitað held ég áfram ef ég er beðinn um það. Faktað er að liðið er á þeim stað sem liðið er og menn verða bara að spýta í lófana,"
sagði Ólafur.
Athugasemdir