Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júní 2016 11:43
Magnús Már Einarsson
Birkir hafnaði Liverpool
Mynd: Thorsport
Birkir Heimisson, leikmaður Þórs, hefur gert þriggja ára samning við hollenska félagið Heerenveen.

Fjölmörg erlend félög höfðu áhuga á að fá Birki í sínar raðir. Celtic hafði mikinn áhuga og þá vildi Liverpool einnig semja við hann.

„Honum stóð meðal annars til boða að fara til Liverpool og valið var erfitt en það er oft heppilegra að fara til klúbba sem eru ekki allt of stórir," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Birkis, í fréttatilkynningu sem Þór sendi frá sér.

„En Herenveen er mjög góður klúbbur sem hefur gert töluvert af því að selja leikmönnum til stærri félaga þegar búið er að þróa þá áfram."

Birkir er 16 ára gamall en hann hefur leikið með Þórsurum í Inkasso-deildinni í sumar. Þá hefur hann verið fyrirliði U17 ára landsliðs Íslands.

Sjá einnig:
Birkir Heimisson til Heerenveen (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner