Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 02. júní 2016 11:09
Magnús Már Einarsson
Birkir Heimisson til Heerenveen (Staðfest)
Birkir Heimisson.
Birkir Heimisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Thorsport
Birkir Heimisson, leikmaður Þórs, mun í sumar ganga til liðs við Herenveen í Hollandi en félögin hafa náð samkomulagi. Hinn 16 ára gamli Birkir hefur einnig samið við Heerenveen.

Fleiri erlend félög hafa verið á höttunum á eftir Birki og Celtic lagði meðal annars fram tilboð í hann á dögunum.

„Þetta er stórt skref fyrir mig. Ég hef stefnt að því að komast í atvinnumennsku alveg síðan ég var krakki og byrjaði að sprikla í fóbolta,“ segir Birkir.

Hann þáði fyrst boð um heimsókn til Herenveen í október í fyrra og fór aftur í mars. „Ég hefur líka farið tvisvar til Reading í Englandi og tvisvar til Celtic í Skotlandi og hefur því kynnt mér margt. En mér fannst það rétt skref að semja við Herenveen. Við töluðum við Albert Guðmundsson, sem var hjá félaginu, og pabba hans – Gumma Ben – og líka Júlíus Magnússon sem núna er hjá félaginu. Þeir gáfu klúbbnum allir mjög góð meðmæli.“

Birkir samdi við hollenska félagið til þriggja ára. Ólafur Garðarsson umboðsmaður Birkis segir mörg lið hafa sýnt honum áhuga.

„Honum stóð meðal annars til boða að fara til Liverpool og valið var erfitt en það er oft heppilegra að fara til klúbba sem eru ekki allt of stórir. En Herenveen er mjög góður klúbbur sem hefur gert töluvert af því að selja leikmönnum til stærri félaga þegar búið er að þróa þá áfram," sagði Ólafur.

Aðalsteinn Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, gleðst fyrir hönd Birkis. „Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Þórsara að Birkir fái atvinnumannasamning hjá hollenska félaginu. Mörg félög hafa sýnt því áhuga á að fá Birki í sínar raðir en Heerenveen er sannarlega góður kostur fyrir hann þar sem félagið er þekkt fyrir gott starf og kemur örugglega til með að efla hann enn frekar sem leikmann. Þessi sala er líka mikil viðurkenning fyrir starfið hjá Þór og þær auknu áherslur á að efla yngri leikmenn félagsins. Um leið og Þór kemur til með að sakna Birkis í Þorpinu þó óskum við honum alls hins besta á þessari skemmilegu leið,“ segir Aðalsteinn Pálsson.

Birkir hefur tekið þátt í fjórum leikjum með Þór í Inkasso deildinni í sumar, þar af þremur í byrjunarliðinu. Hann á að baki 12 leiki með landsliði 17 ára og yngri og hefur gert þrjú mörk á þeim vettvangi. Birkir Heimisson hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner