Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Elliði rúllaði yfir tíu Dalvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Elliði 5 - 2 Dalvík/Reynir
1-0 Pétur Óskarsson ('3 )
2-0 Óðinn Arnarsson ('7 )
3-0 Kristján Gunnarsson ('32 )
3-1 Borja Lopez Laguna ('39 , Mark úr víti)
3-2 Borja Lopez Laguna ('41 )
4-2 Guðmundur Andri Ólason ('54 )
5-2 Kristján Gunnarsson ('90 )
Rautt spjald: Gunnlaugur Rafn Ingvarsson, Dalvík ('45)


Slæmt gengi Dalvíkur/Reynis hélt áfram þegar liðið heimsótti Elliða í eina leik dagsins í þriðju deildinni.

Dalvíkingar, sem höfðu unnið fyrstu fjóra leiki sumarsins, eru núna búnir að tapa fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Elliði komst í þriggja marka forystu en Borja Lopez Laguna náði að minnka muninn niður í eitt mark með tvennu sem hann gerði á nokkrum mínútum.

Gunnlaugur Rafn Ingvarsson var rekinn af velli rétt fyrir leikhlé og því mættu Dalvíkingar inn í seinni hálfleikinn manni færri og marki undir.

Tíu Dalvíkingar gátu ekki stöðvað Elliða og urðu lokatölur 5-2. Elliði er þar með kominn uppfyrir Dalvík/Reyni á stöðutöflunni með 16 stig eftir 9 umferðir, þremur stigum eftir toppliðunum. Dalvík er með 15 stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner