Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 11:53
Brynjar Ingi Erluson
Luuk de Jong aftur til PSV (Staðfest)
Mynd: PSV
Hollenski sóknarmaðurinn Luuk de Jong er genginn til liðs við PSV Eindhoven frá spænska félaginu Sevilla. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.

De Jong, sem er 31 árs gamall, spilaði með PSV frá 2014 til 2019 áður en Sevilla keypti hann fyrir 12,5 milljónir evra.

Hollenski framherjinn spilaði 94 leiki þar sem hann gerði 19 mörk á tveimur tímambilum hjá spænska félaginu áður en hann var lánaður til Barcelona fyrir síðustu leiktíð.

De Jong skoraði sex mörk fyrir Börsunga í 29 deildarleikjum en hann snéri aftur til Sevilla eftir tímabilið.

Eftir þrjú ár á Spáni er De Jong aftur mættur aftur til PSV en félagið greiðir Sevilla 3,5 milljónir evra. Samningur hans er til 2025.

De Jong er með 8 mörk í 38 leikjum fyrir hollenska landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner