Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. ágúst 2021 10:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andleg heilsa Mings hrundi á EM
Mynd: Getty Images
Tyrone Mings varnarmaður Aston Villa og enska landsliðsins segir að andlega heilsan hans hafi hrunið á EM í sumar.

Mings var í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjum Englendinga á EM í stað Harry Maguire sem var að jafna sig af meiðslum.

Mings segir að umfjöllunin um hann fyrir mótið hafi haft mikil áhrif á sig og andlega heilsan einfaldlega hrunið. Fólk talaði mikið um að hann væri eini veiki hlekkurinn í liðinu.

„Ég átti erfitt í aðdragandanum á fyrsta leiknum gegn Króatíu. Ég held að ég sé tilbúnari að taka á móti gagnrýni núna, en andlega heilsan hrundi. Ég skammast mín ekki að viðurkenna það," sagði Mings í viðtali við The Sun

„Ég var örugglega eina nafnið í liðinu sem fólk leit á og hugsaði;„Ég er ekki viss með hann". Það var eitthvað sem ég þurfti að yfirstíga. Þegar 90-95 prósent þjóðarinnar efast um þig þá er erfitt að hætta að hugsa um það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner