Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
banner
   fim 01. ágúst 2024 22:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur Ólafsvík fór tómhent heim úr toppslagnum í 2. deild gegn Selfossi í kvöld. Selfoss er komið með níu stiga forystu á toppi deildarinnar eftir þennan sigur. Fótbolti.net ræddi við Brynjar Kristmundsson þjálfara Víkings eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Víkingur Ó.

„Eins og við vissum vorum við mikið með boltann. Þeir eru ótrúlega góðir að refsa andstæðingum og við lentum í því sérstaklega í seinna markinu þar sem við töpum boltanum óþarflega á miðjunni. Að fara 2-0 inn í hálfleik er allt annað en 1-0. Mér fannst við eiga meira skilið eitthvað meira en ekki neitt," sagði Brynjar.

Víkingur skoraði mark í stöðunni 2-1 sem var dæmt af vegna rangstöðu en Brynjar var ósammála þeim dómi.

„Þetta er ógeðslega pirrandi en ég er ógeðslega stoltur af strákunum í mótlæti. Ég veit ekki með vítaspyrnuna en mér fannst hún 'soft'. Mark sem við skorum sem er dæmt af vegna rangstöðu þar sem boltinn fer af andstæðing, það er mjög dýrt spaug í svona leik," sagði Brynjar.

„Ég fékk útskýringu frá honum eftir leik. Fyrst að okkar maður hoppar upp með Selfyssingnum þá er það snerting. Ég hef aldrei heyrt þetta áður, ég þarf að kíkja í reglubókina, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt," sagði Brynjar.

„Ég veit ekki hvenig það yrði orðað. Hversu mikið þarf hann að reyna við boltann, þetta er bara snerting frá Selfyssing á okkar mann og hann skorar. Ég verð að treysta því að hann sé með reglurnar á hreinu en ég set spurningamerki við þetta."


Athugasemdir
banner
banner
banner