Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fim 01. ágúst 2024 22:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur Ólafsvík fór tómhent heim úr toppslagnum í 2. deild gegn Selfossi í kvöld. Selfoss er komið með níu stiga forystu á toppi deildarinnar eftir þennan sigur. Fótbolti.net ræddi við Brynjar Kristmundsson þjálfara Víkings eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Víkingur Ó.

„Eins og við vissum vorum við mikið með boltann. Þeir eru ótrúlega góðir að refsa andstæðingum og við lentum í því sérstaklega í seinna markinu þar sem við töpum boltanum óþarflega á miðjunni. Að fara 2-0 inn í hálfleik er allt annað en 1-0. Mér fannst við eiga meira skilið eitthvað meira en ekki neitt," sagði Brynjar.

Víkingur skoraði mark í stöðunni 2-1 sem var dæmt af vegna rangstöðu en Brynjar var ósammála þeim dómi.

„Þetta er ógeðslega pirrandi en ég er ógeðslega stoltur af strákunum í mótlæti. Ég veit ekki með vítaspyrnuna en mér fannst hún 'soft'. Mark sem við skorum sem er dæmt af vegna rangstöðu þar sem boltinn fer af andstæðing, það er mjög dýrt spaug í svona leik," sagði Brynjar.

„Ég fékk útskýringu frá honum eftir leik. Fyrst að okkar maður hoppar upp með Selfyssingnum þá er það snerting. Ég hef aldrei heyrt þetta áður, ég þarf að kíkja í reglubókina, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt," sagði Brynjar.

„Ég veit ekki hvenig það yrði orðað. Hversu mikið þarf hann að reyna við boltann, þetta er bara snerting frá Selfyssing á okkar mann og hann skorar. Ég verð að treysta því að hann sé með reglurnar á hreinu en ég set spurningamerki við þetta."


Athugasemdir
banner
banner