Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   fim 01. ágúst 2024 22:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur Ólafsvík fór tómhent heim úr toppslagnum í 2. deild gegn Selfossi í kvöld. Selfoss er komið með níu stiga forystu á toppi deildarinnar eftir þennan sigur. Fótbolti.net ræddi við Brynjar Kristmundsson þjálfara Víkings eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Víkingur Ó.

„Eins og við vissum vorum við mikið með boltann. Þeir eru ótrúlega góðir að refsa andstæðingum og við lentum í því sérstaklega í seinna markinu þar sem við töpum boltanum óþarflega á miðjunni. Að fara 2-0 inn í hálfleik er allt annað en 1-0. Mér fannst við eiga meira skilið eitthvað meira en ekki neitt," sagði Brynjar.

Víkingur skoraði mark í stöðunni 2-1 sem var dæmt af vegna rangstöðu en Brynjar var ósammála þeim dómi.

„Þetta er ógeðslega pirrandi en ég er ógeðslega stoltur af strákunum í mótlæti. Ég veit ekki með vítaspyrnuna en mér fannst hún 'soft'. Mark sem við skorum sem er dæmt af vegna rangstöðu þar sem boltinn fer af andstæðing, það er mjög dýrt spaug í svona leik," sagði Brynjar.

„Ég fékk útskýringu frá honum eftir leik. Fyrst að okkar maður hoppar upp með Selfyssingnum þá er það snerting. Ég hef aldrei heyrt þetta áður, ég þarf að kíkja í reglubókina, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt," sagði Brynjar.

„Ég veit ekki hvenig það yrði orðað. Hversu mikið þarf hann að reyna við boltann, þetta er bara snerting frá Selfyssing á okkar mann og hann skorar. Ég verð að treysta því að hann sé með reglurnar á hreinu en ég set spurningamerki við þetta."


Athugasemdir