Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. október 2020 08:43
Magnús Már Einarsson
Liverpool selur Brewster í dag
Mynd: Getty Images
Liverpool mun í dag selja sóknarmanninn Rhian Brewster til Sheffield United á 23,5 milljónir punda.

The Athletic segir frá þessu en í samningnum verður klásúla um að Liverpool geti keypt hinn tvítuga Brewster aftur innan þriggja ára fyrir ákveðna upphæð.

Liverpool mun einnig fá 15% af kaupverðinu ef að Sheffield United selur Brewster annað í framtíðinni.

Crystal Palace og Aston Villa vildu líka fá Brewster en á endanum vann Sheffield United kapphlaupið um hann.

Leikmaðurinn fer í læknisskoðun hjá Sheffield United í dag og skrifar í kjölfarið undir hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner