Framherjinn Sigurður Bjartur Hallsson, leikmaður FH, skoraði sextán mörk í Bestu deildinni á síðasta tímabili og erlend félög eru með augastað á honum. Einungis Patrick Pedersen skoraði fleiri mörk en Sigurður Bjartur næsta sumar.
Fótbolti.net fjallaði um það í síðustu viku að félag í ensku C-deildinni hefði fengið samþykkt tilboð í hann en Sigurður Bjartur (1999) fékk ekki atvinnuleyfi á Englandi.
Skosk félög og félög á Norðurlöndunum hafa áhuga á Sigurði Bjarti og líkur á þvi að hann verði seldur erlendis í vetur. Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í dag.
Fótbolti.net fjallaði um það í síðustu viku að félag í ensku C-deildinni hefði fengið samþykkt tilboð í hann en Sigurður Bjartur (1999) fékk ekki atvinnuleyfi á Englandi.
Skosk félög og félög á Norðurlöndunum hafa áhuga á Sigurði Bjarti og líkur á þvi að hann verði seldur erlendis í vetur. Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í dag.
07.01.2026 10:08
FH samþykkti tilboð í Sigurð Bjart frá Englandi en Brexit setti strik í reikninginn
Heldur þú að það séu meiri líkur en minni á því að hann fari erlendis í vetur?
„Já, að einhverju leyti finnst mér það. Hann spilaði vel síðasta sumar og það er áhugi á honum, en ekkert konkret á þessum tímpunkti. Mér finnst líklegt að eitthvað gerist á næstu vikum eða mánuðum."
„Það er rétt sem kom fram í síðustu viku, það var tilboð í hann frá Englandi en út af Brexit fór það ekki í gegn," segir Davíð.
Finnst honum skrítið að félagið hafi reynt að fá Sigurð Bjart þegar óvissa væri um hvort hann fengi atvinuleyfi?
„Þeir voru mjög bjartsýnir á að hann fengi atvinnuleyfi. Mín upplifun er að félögin upplifi á mismunandi hátt hvað þurfi til að fá leyfið. Það fór ekki í gegn í þetta skiptið," segir Davíð.
Hann var spurður út í Adolf Daða Birgisson (2004), leikmann Stjörnunnar, sem hefur verið orðaður við FH.
„Það er rétt að við höfum áhuga á honum, en ég held það sé ekki rétt að tjá sig frekar um það á þessum tímapunkti," segir Davíð.
Athugasemdir


