Eyþór Martin Björgólfsson er sterklega orðaður við skoska félagið Motherwell í norskum og breskum fjölmiðlum.
Eyþór Martin er hálfur Íslendingur og Norðmaður sem raðaði inn mörkum fyrir Umeå í sænsku B-deildinni á síðasta tímabili. Faðir hans er íslenskur en han er fæddur og uppalinn í Jessheim í Noregi.
Hann er 25 ára, stór og stæðilegur framherji sem skoraði 15 mörk í 29 leikjum í fyrra en það dugði ekki til að halda Umeå uppi í Superettan.
Eyþór Martin er hálfur Íslendingur og Norðmaður sem raðaði inn mörkum fyrir Umeå í sænsku B-deildinni á síðasta tímabili. Faðir hans er íslenskur en han er fæddur og uppalinn í Jessheim í Noregi.
Hann er 25 ára, stór og stæðilegur framherji sem skoraði 15 mörk í 29 leikjum í fyrra en það dugði ekki til að halda Umeå uppi í Superettan.
Eyþór var fyrir nokkrum árum valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar, valinn til Seattle Sounders eftir að hafa spilað með Kentucky háskólanum.
Motherwell situr í fjórða sæti skosku deildarinnnar á eftir Hearts, Rangers og Celtic. Kantmaðurinn Tawanda Maswanhise hefur oft spilað sem fremsti maður á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins með tíu mörk.
Fyrir eru tveir Íslendingar í skosku deildinni. Tómas Bent Magnússon er lykilmaður í toppliði Hearts og Kjartan Már Kjartansson spilar með Aberdeen sem situr í 8. sæti.
Framherji FH, Sigurður Bjartur Hallsson, sem var næstmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, hefur einnig verið orðaður við skoska boltann.
Athugasemdir


